Konur á landsbyggðunum Ásrún Ýr Gestsdóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifa 1. mars 2021 09:31 Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er oft sagt að konur ráði för þegar fjölskyldur ákveða búsetu. Þá er horft til þess hvar er fjölskylduvænt umhverfi, gott skólakerfi, heilbrigðisþjónusta og íþrótta-, félags- og menningarstarf. Allt þetta í bland við nálægðina við náttúruna hvetur fólk til búsetu en þá þurfa atvinnumöguleikar fyrir bæði kynin að vera til staðar þegar endanleg ákvörðun er tekin um búsetu. Það hefur marg sannað sig síðastliðið ár að hægt er að vinna ýmis störf í fjarvinnu og það getur hentað konum mjög vel sem búa vítt og breitt um landið. Störf án staðsetningar hafa aldrei verið jafn raunhæfur valkostur eins og í dag. Það þýðir að nú sé minna því til fyrirstöðu að flytja aftur út á landsbyggðirnar og geta sinnt vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í þéttbýlinu. Á vef Byggðastofnunar má finna kort sem sýnir hentug og laus húsnæði fyrir þá sem vilja skrifstofur um land allt. Konur hafa í mjög auknum mæli styrkt stöðu sína á vinnumarkaði. Þær gegna ábyrgðarstörfum í hinum ýmsu greinum, halda víða uppi störfum í skólum, heilbrigðisstofnunum og umönnunarstörfum ásamt þjónustustörfum í framleiðslugreinum og ferðaþjónustunni. Konur eru orðnar stærri hluti þeirra sem sækja sér háskólamenntun og þeim fjölgar líka ört í ýmsum iðngreinum sem áður voru talin hefðbundin karlastörf. Það er því nauðsynlegt að þróun fjölbreyttra atvinnutækifæra á landsbyggðunum séu í takt við þennan veruleika og að atvinnulífið bjóði þær konur velkomnar sem vilja setjast að út um land þar sem gott er að búa í nálægð við náttúruna og fjölbreytta afþreyingu. Á meðan við fögnum auknum atvinnutækifærum um land allt getum við ekki litið fram hjá kynbundnum launamun sem er áberandi úti á landsbyggðunum. Það er áhyggjuefni að kona með meistaragráðu sé með 33% lægri laun á mánuði heldur en karlmaður með sömu menntun. Þegar ung kona, nýútskrifuð, leitar sér að framtíðar atvinnu er starf án staðsetningar ekki mjög heillandi þegar hún veit að karlmaðurinn við hliðina á henni fær töluvert hærri laun fyrir sömu eða svipaða vinnu. Ung kona sem hugsar sér að stofna fjölskyldu í dreifðari byggð sér því fram á mikinn kynbundinn launamun, fjarlægð frá heimilinu þegar kominn er tími til þess að fæða börnin sín sem og að lifa við ótryggar samgöngur yfir vetrartímann. Það er því ánægjuefni að það í nýsamþykktum lögum um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði sé staða kvenna sem búa fjarri fæðingarstað styrkt. Það er gert með því að greiða sérstakan styrk í allt að 14 daga þegar konan er fjarri heimili sínu fyrir fæðingu barns. Þetta er mikið réttindamál fyrir konur sem þurfa að ferðast um lengri veg á fæðingarstað og styður við búsetu í dreifðum byggðum. Það er ekki nóg að flagga störfum án staðsetninga á hátíðisdögum. Það þurfa allir aðilar, opinberir sem og einkageirinn að horfa út fyrir boxið og bjóða varanleg störf til framtíðar hvar sem er á landinu. Með aukinni fjarskiptatækni þar sem heimurinn er allur undir er ekkert því til fyrirstöðu. Það hafa undanfarnir Covid-mánuðir sýnt okkur. Fólk, og þá sérstaklega konur, þurfa að geta séð fyrir sér sanngjarna og örugga framtíð fyrir sig og fjölskyldu sína. Það er frábært að búa úti á landi. Nálægð við náttúruna, samheldni lítilla samfélaga og öflugt menningarlíf er einn af mörgum kostum landsbyggðanna. Það er því óásættanlegt að hlutir eins og kynbundinn launamunur fæli konur frá því að íhuga búsetu utan stærstu þéttbýliskjarnanna. Þann launamun þarf að leiðrétta strax. Jöfn tækifæri og sömu laun fyrir sömu vinnu er krafa sem ætti að vera svo sjálfsögð í dag að annað kæmi ekki til greina. Atvinnurekendur eiga að kippa þessu í lag og vera stoltir af því að geta flaggað jafnlaunavottun hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. Við teljum að sterk staða kvenna um land allt í atvinnu-, félags- og stjórnmálum hafi mikið um það að segja hvernig samfélögin eigi eftir að þróast til framtíðar. Landsbyggðirnar þurfa á konum að halda svo blómleg byggð dafni um land allt. Lilja Rafney Magnúsdóttir er formaður atvinnuveganefndar og þingmaður VG Ásrún Ýr Gestsdóttir situr í stjórn Ungra vinstri grænna
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar