Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:21 Alexei Navalní í réttarsal fyrr í mánuðinum. Hann hefur verið dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. Navalní kom aftur til Rússlands fyrir akkúrat sex vikum síðan í fyrsta skipti síðan eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn um leið og hann steig út úr flugvélinni og hefur verið í haldi síðan. Hann var sakaður um að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinum Novichok. Navalní er haldið í fangabúðum númer 2 í bænum Pokrov um 100 kílómetrum austur af Moskvu. Ruslan Vakhapov, aðgerðasinni í málefnum fanga í Rússlandi, segir aðstæðurnar í fangabúðunum hræðilegar. „Þetta eru hræðilegar fangabúðir,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters í dag. Að sögn Vakhapovs taka fangar þátt í að hafa hemil á öðrum föngum og beita aðra fanga ofbeldi fari þeir ekki eftir ströngustu reglum. „Ef það þarf að koma í veg fyrir að Navalní hafi samskipti við aðra mun enginn tala við hann,“ sagði Vakhapov. „Ef eitthvað gerist mun hann ekki geta beðið um hjálp fyrr en lögmaðurinn hans kemur og heimsækir hann.“ Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30 Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41 Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Navalní kom aftur til Rússlands fyrir akkúrat sex vikum síðan í fyrsta skipti síðan eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn um leið og hann steig út úr flugvélinni og hefur verið í haldi síðan. Hann var sakaður um að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinum Novichok. Navalní er haldið í fangabúðum númer 2 í bænum Pokrov um 100 kílómetrum austur af Moskvu. Ruslan Vakhapov, aðgerðasinni í málefnum fanga í Rússlandi, segir aðstæðurnar í fangabúðunum hræðilegar. „Þetta eru hræðilegar fangabúðir,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters í dag. Að sögn Vakhapovs taka fangar þátt í að hafa hemil á öðrum föngum og beita aðra fanga ofbeldi fari þeir ekki eftir ströngustu reglum. „Ef það þarf að koma í veg fyrir að Navalní hafi samskipti við aðra mun enginn tala við hann,“ sagði Vakhapov. „Ef eitthvað gerist mun hann ekki geta beðið um hjálp fyrr en lögmaðurinn hans kemur og heimsækir hann.“
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30 Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41 Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30
Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41
Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45