Ólíklegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt ef til eldgoss kemur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 21:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir ólíklegt að höfuðborgarsvæðið í heild sinni verði rýmt ef gýs nærri borginni. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins. Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið í ljósi jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Algengustu sviðsmyndir áætlunarinnar ganga út frá því að íbúar höfuðborgarsvæðisins yrðu færðir til innan þess eða heil hverfi yrðu rýmd. Dagur segir ólíklegt að rýma þyrfti allt svæðið. „Höfuðborgarsvæðið í heild sinni, það væri mjög mikill ábyrgðarhluti að ætla sér að rýma það allt saman. Sérstaklega yfir einhvern lengri tíma,“ sagði Dagur í kvöldfréttum RÚV. Hann segir ekkert svæði á landinu geta, með auðveldum hætti, tekið við öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins, séð þeim fyrir húsaskjóli og vistum. Vísindanefnd almannavarna sendi í kvöld út tilkynningu um niðurstöður fundar sem hún hélt síðdegis. Helstu niðurstöður hans voru þær að miðað við þau gögn og mælingar sem nú liggja fyrir muni annað hvort draga úr jarðskjálftavirkni eða skjálftarnir aukast á næstu vikum og mánuðum. Þá telur vísindanefnd ólíklegt að eldgos sé í vændum en ekkert bendir til þess að svo stöddu að kvika sé að ryðja sér leið upp á yfirborðið. Þá sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að afar ólíklegt sé að til goss komi á Reykjanesskaga á næstu misserum. Ef það mun hins vegar gerast sé ólíklegt að nokkur hætta að lífi steðji að. Eldgos á Reykjanesskaga séu flest lítil hraungos en þau geti hins vegar runnið nærri byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavík Mosfellsbær Hafnarfjörður Kópavogur Seltjarnarnes Tengdar fréttir Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Fleiri fréttir Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Sjá meira
Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. 27. febrúar 2021 19:30
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut. 27. febrúar 2021 12:15