Tökum pláss og verum breytingin Bjarklind Björk Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 09:30 Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var lítil dreymdi mig um að vera fyrsta konan að gera eitthvað. Að heyra upplifanir fyrirmynda í bland við reynslusögur getur gert fyrirmyndirnar mannlegri og stóra drauma, eins og minn, ekki jafn fjarlæga. Það er engin ein leið rétt fyrir okkur öll, heldur eru þær eins ólíkar og við erum mörg. Sama hvaðan þú kemur eða hvert þú ert að fara þá getur þú haft áhrif á þeim stað sem þú ert hverju sinni. Það þarf hugrekki til að storka norminu og breyta úreltum hugsunum. Við þurfum að treysta innsæinu okkar og finna kraftinn sem býr innra með hverju og einu okkar. Öll getum viðhaft jákvæð áhrif á okkar nærumhverfi. Af hverju ekki að byrja þar? Við í UAK viljum hvetja fólk til að verða hluti af breytingunni og taka þátt. Margt smátt gerir eitt stórt og við þurfum ekki að sigra heiminn á einu bretti til að vera breytingin. Lítum inná við og skoðum: hvað höfum við til málanna að leggja? Hvetjum hvort annað og verum fyrirmyndir. Ef hún getur það af hverju ekki ég? Látum í okkur heyra þegar við verðum vör við ójafnrétti og stöndum saman. Ísland hefur verið í fyrsta sæti í hinum ýmsu jafnréttisvísum um allan heim mörg ár í röð. Árangri fylgir ábyrgð og við á Íslandi þurfum að axla þá ábyrgð. Við ættum öll að líta í eigin barm og taka ábyrgðina til okkar. Hugsaðu: hvað get ég gert til þess að stuðla að jafnrétti? Við höfum svo sannarlega séð í kringum heimsfaraldurinn hvað getur gerst á skömmum tíma þegar viljinn er fyrir hendi. Hver er þá raunverulegur vilji fyrir jafnrétti kynjanna? Við þurfum að þrýsta á fólk í áhrifastöðum að taka ábyrgðina til sín og bregðast skjótt við svo við þurfum ekki að bíða í mörg ár eftir raunverulegum breytingum í jafnréttismálum. Ég veit ekki með ykkur en við í UAK erum allavegana ekki tilbúnar til þess að bíða eftir því að hlutirnir breytist, heldur ætlum við að taka virkan þátt í að skapa samfélagið sem við viljum búa í. En hvernig samfélag er það? Og hvernig komumst við þangað? Vinnuumhverfi nútímans er í grunninn skapað af körlum fyrir karla. Körlum sem áttu konur sem gátu hugsað um fjölskylduna og heimilið á meðan þeir voru í vinnunni. Það er sem betur fer ekki raunveruleikinn sem við á Íslandi þekkjum í dag. Meirihluti fólks tekur virkan þátt í vinnumarkaðnum enda hefur margt breyst til hins betra síðustu ár. En hvernig getum við þá búið til raunhæfar kröfur svo nútímafólk geti náð árangri í starfi? Er það draumur okkar að vinna á kvöldin og um helgar til þess að eiga möguleika á frama? Þar sem jafnvægi ríkir er mun líklegra að árangur náist til lengri tíma litið. Mögulega þarf þá bara að endurskilgreina árangur. Fyrir hvað er hrósað og fyrir hvað er borgað? Af hverju metum við það minna sem samfélag að gæta komandi kynslóðar og ala upp virka samfélagsþegna en að gæta peninganna okkar og hanna byggingar? Gæti þetta tengst gildismati okkar á kynjunum og úreltum stöðlum? Mörgum staðalímyndum þarf að breyta þegar kemur að hlutverkum kynjanna á vinnumarkaði og við tökum þátt í þeim breytingum. Sama hvernig við sjáum vinnumarkað framtíðarinnar fyrir okkur þá er eitt víst. Við þurfum fjölbreytta einstaklinga til að koma að því að móta vinnuumhverfi sem hentar öllum og skapa rými fyrir alla til að eiga möguleika á að ná árangri! Breytingar geta tekið langan tíma. Alþjóðaefnahagsráðið tekur út stöðu jafnréttismála árlega og árið 2019 var því spáð að fullu jafnrétti yrði ekki náð í heiminum fyrr en eftir tæp 100 ár. Við ætlum því að gera það sem í okkar valdi stendur til að vera hluti af breytingunni. Krafturinn sem ég fyllist þegar ég sé aðrar konur ná árangri og ryðja brautina er ólýsanlegur. Þær brjóta glerþök og eru fyrirmyndir fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ég veit að ég er ekki ein um það. Ég nefndi áðan drauminn minn sem barn að verða fyrsta konan til að gera eitthvað. Nú hafa sem betur fer svo margar rutt brautina á hinum ýmsum sviðum að draumar mínir hafa breyst. Nú dreymir mig um að vinna í umhverfi þar sem ég er ekki fyrsta konan heldur ein af mörgum í umhverfi þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi. Það á ekki að vera bara pláss fyrir eina konu við borðið, það er nóg pláss fyrir okkur allar! Verum óhræddar við að taka það pláss sem við eigum skilið! Treystum því að við séum nóg og leyfum samfélaginu ekki að brjóta okkur niður. Hættum að vera hræddar við að gera mistök, minnkum pressuna á okkur sjálfar. Við þurfum ekki að vera fullkomnar! Höfundur er ráðstefnustjóri UAK og greinin er unnin úr opnunarræðu hennar á ráðstefnu UAK Frá aðgerðum til áhrifa - Vertu breytingin.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun