ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 21:46 Shamima Begumvar fimmtán ára gömul þegar hún fór til Sýrlands með tveimur öðrum stúlkum. Hinar tvær eru taldar hafa dáið í Sýrlandi. Getty/Laura Lean Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019. Bretland Sýrland Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira
Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019.
Bretland Sýrland Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira