Skeljungur segir upp fólki í skipulagsbreytingum Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 10:00 Skeljungur rekur meðal annars bensínstöðvar undir merkjum Orkunnar. vísir/kolbeinn Tumi Fækkað verður um tuttugu stöðugildi hjá Skeljungi samhliða skipulagsbreytingum sem taka gildi þann 1. mars. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er um 100 milljónir króna. „Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem var send út í morgun. Þar segir að helstu breytingar séu þær að verkefni muni færast á milli sviða sem leiði til þess að stöðugildum hjá félaginu fækki. Taka breytingarnar til allra sviða félagsins en engin breyting er gerð á aðilum í framkvæmdastjórn. Nýtt skipurit er samkvæmt tillögu Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Skeljungs, og var samþykkt af stjórn félagsins í dag. Ólafur Þór Jóhannesson verður staðgengill forstjóra Fram kemur í tilkynningu að eftirfarandi meginbreytingar verði gerðar samkvæmt hinu nýja skipuriti: „Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, mun taka við dreifingu eldsneytis, sem áður tilheyrði rekstrarsviði, ásamt því að sinna áfram sölu til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi og landi, ásamt vörusölu og þjónustuveri. Már Erlingsson verður framkvæmdastjóri innkaupa og birgðahalds í stað framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, mun taka við verkefnum framkvæmdadeildar, ásamt því að sinna áfram þjónustustöðvum Orkunnar, Kvikk, 10-11 og Extra. Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem áður leiddi lögfræðisvið ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn, mun verða framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála. Mannauður og menning, gæða- öryggis- og umhverfismál sem áður tilheyrðu fjármálasviði færast til Gróu, sem og stjórnarhættir og stefna. Ólafur Þór Jóhannesson mun áfram leiða fjármálasvið en undir því sviði tilheyra móttaka, reikningshald og upplýsingatækni. Auk þess mun Ólafur Þór gegna stöðu staðgengils forstjóra en áður gegndi Már Erlingsson þeirri stöðu.“ Fjárfestingafélagið Strengur eignaðist meirihluta í Skeljungi í byrjun janúar og hafa forsvarsmenn félagsins boðað miklar breytingar á rekstri félagsins. Hafa þeir til að mynda talað fyrir því að selja ýmsar eignir Skeljungs á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Jón Ásgeir Jóhannesson er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Fréttin hefur verið uppfærð. Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5. janúar 2021 14:20 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
„Markmið skipulagsbreytinganna er að einfalda starfsemina, stytta boðleiðir og hagræða í rekstri. Auk þess er verið að bregðast við því rekstrarumhverfi sem félagið býr við,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem var send út í morgun. Þar segir að helstu breytingar séu þær að verkefni muni færast á milli sviða sem leiði til þess að stöðugildum hjá félaginu fækki. Taka breytingarnar til allra sviða félagsins en engin breyting er gerð á aðilum í framkvæmdastjórn. Nýtt skipurit er samkvæmt tillögu Árna Péturs Jónssonar, forstjóra Skeljungs, og var samþykkt af stjórn félagsins í dag. Ólafur Þór Jóhannesson verður staðgengill forstjóra Fram kemur í tilkynningu að eftirfarandi meginbreytingar verði gerðar samkvæmt hinu nýja skipuriti: „Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs, mun taka við dreifingu eldsneytis, sem áður tilheyrði rekstrarsviði, ásamt því að sinna áfram sölu til fyrirtækja í sjávarútvegi, flugi og landi, ásamt vörusölu og þjónustuveri. Már Erlingsson verður framkvæmdastjóri innkaupa og birgðahalds í stað framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs, mun taka við verkefnum framkvæmdadeildar, ásamt því að sinna áfram þjónustustöðvum Orkunnar, Kvikk, 10-11 og Extra. Gróa Björg Baldvinsdóttir, sem áður leiddi lögfræðisvið ásamt því að sitja í framkvæmdastjórn, mun verða framkvæmdastjóri stjórnarhátta og gæðamála. Mannauður og menning, gæða- öryggis- og umhverfismál sem áður tilheyrðu fjármálasviði færast til Gróu, sem og stjórnarhættir og stefna. Ólafur Þór Jóhannesson mun áfram leiða fjármálasvið en undir því sviði tilheyra móttaka, reikningshald og upplýsingatækni. Auk þess mun Ólafur Þór gegna stöðu staðgengils forstjóra en áður gegndi Már Erlingsson þeirri stöðu.“ Fjárfestingafélagið Strengur eignaðist meirihluta í Skeljungi í byrjun janúar og hafa forsvarsmenn félagsins boðað miklar breytingar á rekstri félagsins. Hafa þeir til að mynda talað fyrir því að selja ýmsar eignir Skeljungs á borð við lóðir, fasteignir og rekstrareiningar. Þá hefur félagið lýst því yfir að það vilji afskrá Skeljung af markaði. Jón Ásgeir Jóhannesson er bæði stjórnarformaður Strengs og Skeljungs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5. janúar 2021 14:20 Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40 Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Lífeyrissjóðir höfnuðu yfirtökutilboði í Skeljung Lífeyrissjóðirnir Frjálsi, Birta, Festa, Stapi og Lífsverk og Gildi hafa hafnað yfirtökutilboði fjárfestahópsins Strengs ehf. á Skeljungi. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu eigendur félagsins og fara alls með um 37% hlut. 5. janúar 2021 14:20
Forstjórinn seldi allan hlut sinn í Skeljungi Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, seldi í morgun hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Hann átti 2,25 milljónir hluta og seldi á genginu 8,78 í gegnum félag sitt Hái klettur. 7. desember 2020 13:40
Skeljungur kaupir fjórðung í Brauð&Co og Gló Forsvarsmenn orkufyrirtækisins Skeljungs hafa undirritað samning um kaup á 25 prósent hlut í Brauð&Co ehf. og Gló ehf. 12. ágúst 2020 16:41