Innlent

Sprengjuhótanir hjá þremur stofnunum til viðbótar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sprengjuhótun barst til Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og þriggja annarra stofnana.
Sprengjuhótun barst til Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt og þriggja annarra stofnana. Vísir/Vilhelm

Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð sem Vísir greindi frá fyrr í dag.

Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki þessum hótunum, líkt og kom fram í tilkynningu frá lögreglu fyrr í morgun.

Skólahald féll niður í Menntaskólanum við Hamrahlíð í morgun vegna hótunarinnar.

Lögregla greinir ekki frá því í tilkynningu sinni um hvaða stofnanir ræðir.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.


Tengdar fréttir

Lög­reglu­að­gerð við MH vegna sprengju­hótunar

Sprengjuhótun barst á netfang Menntaskólans við Hamrahlíð í nótt. Skólahald fellur því niður framan af degi. Lögreglan telur sig vita hver stendur að baki hótuninni en sá er staddur erlendis og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×