Jóhann Gunnar valdi bestu hægri skyttur Fram á öldinni og valið á toppsætinu kom á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 14:31 Hvern ætli Jóhann Gunnar Einarsson hafi valið sem bestu hægri skyttu Fram á öldinni? stöð 2 sport Jóhann Gunnar Einarsson var með skemmtilegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þar valdi hann fimm bestu hægri skyttur Fram á þessari öld. Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Hugmyndin að listanum kom eftir góða frammistöðu Vilhelms Poulsen í jafntefli Fram og Stjörnunnar á sunnudaginn. Færeyingurinn hefur staðið sig vel hjá Fram og fær fimmta sætið á lista Jóhanns Gunnars. „Það var talað um að hann væri hornamaður sem gæti spilað skyttu en hann er bara frábær skytta. Hann er enn aðeins mistækur á eftir að verða drullugóður,“ sagði Jóhann Gunnar. Í 4. sætinu er mentor Jóhanns Gunnars í handboltanum, sjálfur Hjálmar Vilhjálmsson. „Hann var umdeildur eftir að hann hætti í boltanum en ótrúlega góður náungi. Hann var grjótkastari og með stærstu læri sem ég veit um.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu hægri skyttur Fram á öldinni Arnar Birkir Hálfdánsson fékk 3. sætið á lista Jóhanns Gunnars og Rúnar Kárason 2. sætið. Þeir leika báðir sem atvinnumenn erlendis í dag. Val Jóhanns Gunnars á bestu hægri skyttu Fram á þessari öld kom svo mikið á óvart. Eða ekki. Hann setti nefnilega sjálfan sig í toppsætið. „Þetta er bara faglegt mat,“ sagði Jóhann Gunnar og byrjaði svo að tala um sjálfan sig í þriðju persónu. „Ástæðan fyrir því er að allir titlar sem unnust á þessu tímabili, sem eru tveir, þar var þessi leikmaður í hægri skyttunni. Hann var valinn bestur og var markahæstur nánast öll tímabilin. Hann var rosalega mikill félagsmaður og góður í klefanum. Þessi leikmaður er einn sá besti sem spilaði í íslensku deildinni.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Tengdar fréttir Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30 „Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30 Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Díana: „Vonandi verður þetta ævintýri lengra og skemmtilegra“ Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Létu Framkonur hafa fyrir hlutunum Uppgjör: Haukar - Selfoss 29-20 | Haukakonur áfram óstöðvandi á nýju ári Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Evrópudeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Sjá meira
Jóhann Gunnar lét til sín taka í teiknitölvunni í Seinni bylgjunni Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni. 23. febrúar 2021 13:30
„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. 23. febrúar 2021 11:30
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik