Þetta þarf ekki að vera svona flókið! Daði Geir Samúelsson skrifar 24. febrúar 2021 09:00 Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar