Þetta þarf ekki að vera svona flókið! Daði Geir Samúelsson skrifar 24. febrúar 2021 09:00 Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flokkunarkerfi og aðferðir við flokkun sorps hér á landi eru mjög flókin og lítið samræmd. Þegar farið er á milli sveitarfélaga er ekkert víst að það sem mátti fara í tunnuna á einum stað megi fara í hana á þeim næsta. Þarf þetta að vera svona flókið? Fyrir rúmu ári skrifaði ég dæmisögu um flækjuna í þessum málaflokki í blaðagrein sem kallaðist „Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?“. Lítið hefur breyst í þessum málum á þessu rúma ári. Nei, þetta þarf ekki að vera svona flókið og ætti ekki að vera það í okkar litla landi. Stjórnvöld ættu að marka sér skýra stefnu og samræma flokkunarkerfi fyrir landið allt sem í heildina myndi skila betri flokkun þar sem íslenskir ferðalangar geta flokkað sorp á sama máta og heima hjá sér. Það myndi styðja við að verðmætin sem felast í sorpinu okkar eigi meiri möguleika á að öðlast nýtt líf. Þar sem það tekur ríkisvaldið oft langan tíma til að bregðast við geta sveitarfélögin tekið höndum saman og bætt til muna hvernig staðið er að þessum málum og samræmt sín kerfi með sínum nágrönnum til þess að minnka flækjuna. Sveitarfélögin fjögur í uppsveitum Árnessýslu; Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur hafa á undanförnum mánuðum unnið sameiginlega að því að undirbúa sorphirðuútboð með það að leiðarljósi að koma á samræmdum ferlum varðandi sorpmálin. Í byrjun febrúar var samþykkt í sveitarstjórnum hjá öllum þessum sveitarfélögum að samræma flokkunarkerfin sín á milli og fara í fjögurra tunnu flokkun við hvert heimili við næsta útboð. Auk þess er stefnt að innleiðingu á samnorrænum merkingum fyrir flokkun og söfnun úrgangs sem FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgang, hefur útfært fyrir Ísland. Með samræmdum flokkunar- og merkjakerfum verða skilyrði til flokkunar betri sem stuðlar að hringlaga hagkerfi (hringrásarhagkerfi). Með þessu skrefi, sem mun eiga sér stað í október 2021, verður flækjan aðeins minni og gestir og íbúar í Uppsveitum vita að hvaða flokkunarkerfi það gengur að óháð í hvaða sveitarfélagi í Uppsveitum það er. Langar mig til að hvetja önnur sveitarfélög og landshlutasamtök sveitarfélaga til að huga að þessum málum og samræma sín kerfi með sínum nágrönnum/aðildafélögum og taka upp samræmt merkjakerfi FENÚR. Höfum þetta einfalt, skýrt og samræmt og allir græða. Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og frambjóðandi í 2. - 4. sæti í prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar