„Buttergate“ skekur Kanada: Smjörið bráðnar ekki og bændur skipa nefnd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:28 Hver kannast ekki við ergelsið sem skapast þegar hart smjörið vill ekki á brauðið? Ein er sú spurning sem virðist nú brenna á kanadískum matreiðslumönnum, matreiðslubókahöfundum og almennum neytendum: Af hverju mýkist smjörið ekki lengur við stofuhita? Miklar deilur hafa skapast um málið, meðal annars á samfélagsmiðlum, þar sem finna má færslur undir myllumerkinu #buttergate. Umræðurnar ku mega rekja til tísts matreiðslubókahöfundarins Julie Van Rosendaal, sem varpaði fram þeirri spurningu fyrr í mánuðinum hvort aðrir hefðu tekið eftir því að smjörið mýktist ekki, jafnvel þótt það væri geymt við stofuhita. Something is up with our butter supply, and I’m going to get to the bottom of it. Have you noticed it’s no longer soft at room temperature? Watery? Rubbery? pic.twitter.com/AblDzGiRQY— Julie Van Rosendaal (@dinnerwithjulie) February 5, 2021 Mörg hundruð manns könnuðust við að hafa upplifað sömu furðulegheit og áður en langt um leið var komin fram samsæriskenning um orsök hins síharða smjörs. Samkvæmt kanadísku mjólkurbændasamtökunum jókst eftirspurn eftir smjöri um 12 prósent í fyrra, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mæta aukinni eftirspurn gripu margir bændur til ýmissa ráða til að auka framleiðsluna. Í marga áratugi hafa kúm verið gefin bætiefni úr pálmaolíu til að stuðla að aukinni mjólkuframleiðslu og hærri fituprósentu. Sumir sérfræðingar segja bætiefnin auka hlutfall mettaðrar fitu í mjólkinni en fyrrnefnd samsæriskenning gengur út á að þar sem þetta hlutfall hafi hækkað þurfi meiri hita til að bræða smjörið og því smyrjist það ekki jafn vel og áður. Sylvain Charlebois, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu landbúnaðarframleiðslu við Dalhousie University, segir smjörið sannarlega hafa harðnað síðustu misseri. Notkun pálmaolíu við mjólkurframleiðslu sé lögleg en siðlaus þar sem olían getur aukið líkurnar á hjartasjúkdómum og framleiðsla hennar sé afar slæm fyrir umhverfið. Indeed. Most Canadians may not understand supply management, but they certainty understand two things:1) Butter should not be destroying toast...2) Palm oil is bad... https://t.co/2Xs1xwJSNn— The Food Professor (@FoodProfessor) February 23, 2021 Kanadískir mjólkurbændur neita ásökununum og benda á að notkun pálmaolíunnar þekkst víðar, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir hafa engu að síður ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem á að komast til botns í smjörmálinu mikla. BBC greindi frá. Landbúnaður Kanada Samfélagsmiðlar Neytendur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Miklar deilur hafa skapast um málið, meðal annars á samfélagsmiðlum, þar sem finna má færslur undir myllumerkinu #buttergate. Umræðurnar ku mega rekja til tísts matreiðslubókahöfundarins Julie Van Rosendaal, sem varpaði fram þeirri spurningu fyrr í mánuðinum hvort aðrir hefðu tekið eftir því að smjörið mýktist ekki, jafnvel þótt það væri geymt við stofuhita. Something is up with our butter supply, and I’m going to get to the bottom of it. Have you noticed it’s no longer soft at room temperature? Watery? Rubbery? pic.twitter.com/AblDzGiRQY— Julie Van Rosendaal (@dinnerwithjulie) February 5, 2021 Mörg hundruð manns könnuðust við að hafa upplifað sömu furðulegheit og áður en langt um leið var komin fram samsæriskenning um orsök hins síharða smjörs. Samkvæmt kanadísku mjólkurbændasamtökunum jókst eftirspurn eftir smjöri um 12 prósent í fyrra, líklega vegna kórónuveirufaraldursins. Til að mæta aukinni eftirspurn gripu margir bændur til ýmissa ráða til að auka framleiðsluna. Í marga áratugi hafa kúm verið gefin bætiefni úr pálmaolíu til að stuðla að aukinni mjólkuframleiðslu og hærri fituprósentu. Sumir sérfræðingar segja bætiefnin auka hlutfall mettaðrar fitu í mjólkinni en fyrrnefnd samsæriskenning gengur út á að þar sem þetta hlutfall hafi hækkað þurfi meiri hita til að bræða smjörið og því smyrjist það ekki jafn vel og áður. Sylvain Charlebois, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu landbúnaðarframleiðslu við Dalhousie University, segir smjörið sannarlega hafa harðnað síðustu misseri. Notkun pálmaolíu við mjólkurframleiðslu sé lögleg en siðlaus þar sem olían getur aukið líkurnar á hjartasjúkdómum og framleiðsla hennar sé afar slæm fyrir umhverfið. Indeed. Most Canadians may not understand supply management, but they certainty understand two things:1) Butter should not be destroying toast...2) Palm oil is bad... https://t.co/2Xs1xwJSNn— The Food Professor (@FoodProfessor) February 23, 2021 Kanadískir mjólkurbændur neita ásökununum og benda á að notkun pálmaolíunnar þekkst víðar, meðal annars í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir hafa engu að síður ákveðið að setja á laggirnar nefnd sem á að komast til botns í smjörmálinu mikla. BBC greindi frá.
Landbúnaður Kanada Samfélagsmiðlar Neytendur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira