Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2021 12:15 Sigurður Ingi Jóhannsson segir hhugsanlegt að flýta upphafi framkvæmda við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness. Stöð2/Sigurjón Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti hinn 3. febrúar skýrslu starfshóps um kosti brúar og jarðgangna í tengslum við lagningu Sundabrautar frá sundahverfi í Reykjavík upp á Kjalarnes. Niðurstaðan var að brú yfir Kleppsvík frá Holtavegi yfir á Gufunes væri hagkvæmari kostur en neðansjávargöng. Samgönguráðherra er sannfærður um að brú yfir Kleppsvík verði áfram betri og hagkvæmari kostur en neðansjávargöng að loknu umhverfismati, félagshagfræðilegri greiningu og umferðarlíkansspá.Stöð2/Sigurjón Viku síðar eða hinn 11. febrúar var málið rætt í borgarráði þar sem meirihlutinn sagði samstöðu um að næsta skref fælist meðal annars í því að kanna kostina til hlítar með félagshagfræðilegri greiningu þar sem afleiddur kostnaður fyrir höfnina og nærlæg íbúahverfi komi einnig til skoðunar. En meirihlutinn vill enn skoða kostinn við göng. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir samráði við íbúasamtök. Meirihlutinn í borgarstjórn vill að jarðgangakosturinn verði skoðaður betur.samgönguráðuneytið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í borgarráði tóku hins vegar nokkurn veginn undir hugmyndir um brú. Hér sést hvernig Sundabrú myndi liggja að stórum hluta með brúarstólpum á landi allt frá Holtavegi við Sæbraut yfir á Gufunes og hvar lagður yrði vegur um nesið í framhaldinu.samgönguráðuneytið Samgönguráðherra er sannfærður um að stjórnvöld og Vegagerðin annars vegar og borgin hins vegar séu komin með sameiginlega sýn á framkvæmdina og að heildarlausnin sé komin fram. „Við höfum valkost sem eru þá jarðgöng sem munu verða metin í umhverfismatinu. Það þarf að hafa fleiri hluti þar til samanburðar,“ segir Sigurður Ingi. Aðilar ætli að gefa sér tíma í umhverfismat, skipulagsbreytingar, forhönnun og undirbúning. „Ef það er hægt að stytta þann tíma með því til að mynda að byrja hugsanlega á kaflanum frá Gufunesi upp á Kjalarnes væri það enn betra og áhugaverðara. Því ekki veitir okkur af að fá opinberar framkvæmdir í gang í samfélaginu,“ segir samgönguráðherra. Á þessari mynd sé sá hluti Sundabrautar sem myndi liggja um Gufunes og þaðan upp á Kjalarnes.samgönguráðuneytið Varðandi verkefnið í heild þurfi að ljúka félagshagfræðilegri greiningu og fá frekari upplýsingar úr umferðarlíkansspákerfi sem sveitarfélögin og Vegagerðin séu að keyra. „Ég er sannfærður um að brúin muni alltaf sýna yfirburði sína í samanburðinum því lengra og meira sem við skoðum það.“ Þannig að þessi hugmynd sé kannski að losna undan einhvers konar Teigsskógarálögum? „Já, ég er að vonast til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegagerð Sundabraut Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti hinn 3. febrúar skýrslu starfshóps um kosti brúar og jarðgangna í tengslum við lagningu Sundabrautar frá sundahverfi í Reykjavík upp á Kjalarnes. Niðurstaðan var að brú yfir Kleppsvík frá Holtavegi yfir á Gufunes væri hagkvæmari kostur en neðansjávargöng. Samgönguráðherra er sannfærður um að brú yfir Kleppsvík verði áfram betri og hagkvæmari kostur en neðansjávargöng að loknu umhverfismati, félagshagfræðilegri greiningu og umferðarlíkansspá.Stöð2/Sigurjón Viku síðar eða hinn 11. febrúar var málið rætt í borgarráði þar sem meirihlutinn sagði samstöðu um að næsta skref fælist meðal annars í því að kanna kostina til hlítar með félagshagfræðilegri greiningu þar sem afleiddur kostnaður fyrir höfnina og nærlæg íbúahverfi komi einnig til skoðunar. En meirihlutinn vill enn skoða kostinn við göng. Jafnframt þyrfti að gera ráð fyrir samráði við íbúasamtök. Meirihlutinn í borgarstjórn vill að jarðgangakosturinn verði skoðaður betur.samgönguráðuneytið Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í borgarráði tóku hins vegar nokkurn veginn undir hugmyndir um brú. Hér sést hvernig Sundabrú myndi liggja að stórum hluta með brúarstólpum á landi allt frá Holtavegi við Sæbraut yfir á Gufunes og hvar lagður yrði vegur um nesið í framhaldinu.samgönguráðuneytið Samgönguráðherra er sannfærður um að stjórnvöld og Vegagerðin annars vegar og borgin hins vegar séu komin með sameiginlega sýn á framkvæmdina og að heildarlausnin sé komin fram. „Við höfum valkost sem eru þá jarðgöng sem munu verða metin í umhverfismatinu. Það þarf að hafa fleiri hluti þar til samanburðar,“ segir Sigurður Ingi. Aðilar ætli að gefa sér tíma í umhverfismat, skipulagsbreytingar, forhönnun og undirbúning. „Ef það er hægt að stytta þann tíma með því til að mynda að byrja hugsanlega á kaflanum frá Gufunesi upp á Kjalarnes væri það enn betra og áhugaverðara. Því ekki veitir okkur af að fá opinberar framkvæmdir í gang í samfélaginu,“ segir samgönguráðherra. Á þessari mynd sé sá hluti Sundabrautar sem myndi liggja um Gufunes og þaðan upp á Kjalarnes.samgönguráðuneytið Varðandi verkefnið í heild þurfi að ljúka félagshagfræðilegri greiningu og fá frekari upplýsingar úr umferðarlíkansspákerfi sem sveitarfélögin og Vegagerðin séu að keyra. „Ég er sannfærður um að brúin muni alltaf sýna yfirburði sína í samanburðinum því lengra og meira sem við skoðum það.“ Þannig að þessi hugmynd sé kannski að losna undan einhvers konar Teigsskógarálögum? „Já, ég er að vonast til þess,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Vegagerð Sundabraut Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00 Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06 Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. 4. febrúar 2021 19:00
Borgarstjóri ekki sannfærður um Sundabrú Borgarstjóri er ekki sannfærður um að brú sé rétta lausnin fyrir Sundabraut og segir að jarðgöng séu einnig raunhæfur kostur samkæmt nýrri skýrslu. 4. febrúar 2021 12:06
Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. 3. febrúar 2021 19:21
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent