Einkarekin heilsugæsla Guðbrandur Einarsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Heilsugæsla Reykjanesbær Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á. Oft snúast umræður stjórnmálanna meira um form en innihald og oft gerist það því miður að hlutirnir tefjast vegna deilna um slíkt. Nú er deilt um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, þ.e. hvort opinberir aðilar eigi að veita þessa þjónustu eða hvort heimila eigi heibrigðisþjónustu í einkarekstri. Á höfðuðborgarsvæðinu hefur einkarekstur verið til staðar um árabil og af nítján heilsugæslum höfuðborgarsvæðisins eru fjórar einkareknar. Fjárframlög hafa síðan fylgt sjúklingi sem hefur haft val um hvar hann staðsetur sig. Ánægja með einkareknar heilsugæslustöðvar Skv. ánægjukönnun sem gerð var af Sjúkratryggingum Íslands kom í ljós að einkareknar heilsugæslustöðvar stóðu hinum síst að sporði. Niðurstaðan í topp 5 var þessi: Einkarekin Einkarekin Opinber Opinber Einkarekin Það er því ljóst að þeir sem þyggja þjónustu hjá einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu eru mjög ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt. Opinber heilsugæsla og einkarekin virðast geta þrifist ágætlega hlið við hlið á höfuðborgarsvæðinu og af hverju ætti það ekki að eiga við um aðra landshluta? Það liggur nú fyrir að fjármagn hefur fengist til að hefja undirbúning að byggingu nýrrar heilsugæslustöðvar. Það verkefni mun að líkum lætur taka nokkur ár ef ég þekki opinbera stjórnsýslu rétt. Á sama tíma berast fregnir af áhugasömum aðilum sem vilja og telja sig geta hafið rekstur einkarekinnar heilsugæslustöðvar og fengið til starfa lækna á slíka stöð. Íbúar sitji við sama borð Margir þeirra sem telja sig eiga einkarétt á hugtakinu „jafnaðarmennska“ virðast sjá þessu allt til foráttu. Að minni hyggju er þá verið að horfa meira á formið en innihaldið. Ég tel hins vegar að ekki sé eftir neinu að bíða. Þetta hefur verið fullreynt á höfuðborgarsvæðinu og gefist vel og ég tel mig vera það mikinn jafnaðarmann að ég vil gera þá réttlátu kröfu að landsbyggðin sitji við sama borð og höfuðborgarsvæðið þegar horft er til þeirrar grunnheilbrigðisþjónustu sem íbúum þessa lands er veitt. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun