Þykir óviðeigandi að stytta verði reist af sér Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 23:42 Dolly Parton. Getty/John Lamparski Söngkonan Dolly Parton hefur biðlað til ríkisþingsins í Tennessee að fresta áformum um að reisa styttu af sér. Til stóð að stytta af söngkonunni myndi rísa nærri þinghúsinu til þess að heiðra framlag hennar til ríkisins. Parton hefur látið gott af sér leiða í kórónuveirufaraldrinum og vakti það mikla athygli þegar hún gaf eina milljón dollara, sem samsvarar um 130 milljónu íslenskra króna, til til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville. Miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Á Twitter-síðu sinni í kvöld sagði söngkonan það vera mikinn heiður að frumvarp um fyrirhugaða styttu hefði verið lagt fram, en henni þætti óviðeigandi að draga athyglina að sér í ljósi alls þess sem gengi nú á í heiminum. ❤️ pic.twitter.com/qD9yGODWtT— Dolly Parton (@DollyParton) February 18, 2021 „Ég vona samt að eftir einhver ár, jafnvel eftir minn tíma, að ykkur finnist ég enn eiga það skilið og þá mun ég standa stolt við okkar stórkostlega þinghús sem stoltur íbúi Tennessee,“ skrifar Parton. Þangað til ætli hún að halda áfram að reyna að láta gott af sér leiða í þágu ríkisins. Parton greindi frá því fyrr í mánuðinum að hún hefði í tvígang hafnað frelsisorðu forseta Bandaríkjanna frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hún hafi ekki tekið við henni þar sem eiginmaður hennar var veikur og hún gat ekki ferðast sökum kórónuveirufaraldursins. Bandaríkin Hollywood Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Mig langaði bara að gera góðverk“ Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans. 18. nóvember 2020 09:23 „Mig langaði bara að gera góðverk“ Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans. 18. nóvember 2020 09:23 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Parton hefur látið gott af sér leiða í kórónuveirufaraldrinum og vakti það mikla athygli þegar hún gaf eina milljón dollara, sem samsvarar um 130 milljónu íslenskra króna, til til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville. Miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Á Twitter-síðu sinni í kvöld sagði söngkonan það vera mikinn heiður að frumvarp um fyrirhugaða styttu hefði verið lagt fram, en henni þætti óviðeigandi að draga athyglina að sér í ljósi alls þess sem gengi nú á í heiminum. ❤️ pic.twitter.com/qD9yGODWtT— Dolly Parton (@DollyParton) February 18, 2021 „Ég vona samt að eftir einhver ár, jafnvel eftir minn tíma, að ykkur finnist ég enn eiga það skilið og þá mun ég standa stolt við okkar stórkostlega þinghús sem stoltur íbúi Tennessee,“ skrifar Parton. Þangað til ætli hún að halda áfram að reyna að láta gott af sér leiða í þágu ríkisins. Parton greindi frá því fyrr í mánuðinum að hún hefði í tvígang hafnað frelsisorðu forseta Bandaríkjanna frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Hún hafi ekki tekið við henni þar sem eiginmaður hennar var veikur og hún gat ekki ferðast sökum kórónuveirufaraldursins.
Bandaríkin Hollywood Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Mig langaði bara að gera góðverk“ Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans. 18. nóvember 2020 09:23 „Mig langaði bara að gera góðverk“ Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans. 18. nóvember 2020 09:23 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Mig langaði bara að gera góðverk“ Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans. 18. nóvember 2020 09:23
„Mig langaði bara að gera góðverk“ Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans. 18. nóvember 2020 09:23