Hvur fjárinn er í gangi í WandaVision? Heiðar Sumarliðason skrifar 21. febrúar 2021 15:33 Elizabeth Olsen og Paul Bettany í WandaVision. Holskefla sjónvarpsþáttaraða sem byggja á ofurhetjuheimi Marvel er nú að skella á áskrifendur Disney+ streymisveitunnar. Það er WandaVision sem ríður á vaðið, en von er á fjölmörgum seríum í kjölfarið. Marvel-aðdáendur ráða sér vart fyrir kæti, en er eitthvað varið í þetta fyrsta áhlaup Disney+? Inniheldur spilla. Undirritaður er ekki í hópi ofurhetjukvikmynda og -sjónvarpsþáttaaðdáenda. Þar með er ekki sagt að ég geti ekki haft gaman af þessu efni þegar vel tekst til. T.d. var ég mjög hrifinn af kvikmyndunum Captain America: Civil War, Iron Man og Captain Marvel, og er því alls ekki fjandsamlegur ofurhetjumyndum sem kvikmyndagrein. Þær eru hins vegar misgóðar og sumar finnst mér hrútleiðinlegar. Því var ég ekkert að springa úr spenningi yfir WandaVision-þáttunum, sérstaklega af því þeir fjalla um persónur sem ég man varla eftir úr Avengers-myndunum. Allt slitið úr samhengi Ég var líkt og fjölmargir aðrir hálf hissa á framsetningu þessarar nýjustu vöru af Marvel-færibandinu. Þáttaröðin hefst í stíl gamanþátta frá 6. áratugi síðustu aldar, svarthvítur, með dósahlátri og dass kvenfyrirlitningu. Þar leika Elizabeth Olsen og Paul Bettany persónur sínar Wöndu Maximoff og Vision, en þó ekki í neinu samhengi sem við eigum að venjast. Ég varð hálf hvumsa og því ekki algjörlega án mótþróa á meðan ég horfði á þennan fyrsta þátt. Hvað var þetta eiginlega? Gat verið að Marvel ætlaði að bjóða okkur upp á Avengers-þáttaröð sem er að öllu leyti í þessum stíl. Ég þráaðist þó við og hélt áhorfinu áfram. Í öðrum þætti voru sömu persónurnar, en nú komnar inn í 7. áratuginn, því hélt þetta áfram að vera skrítið. Í næstu þáttum þar á eftir var það sama uppi á teningnum, í hverri viku var farið fram um einn áratug, og þættir eins og Full House og Malcom in the Middle augljós innblástur framsetningarinnar. Þess má geta að eldri systur Elizabeth Olsen deildu hlutverki Michelle í Full House. ***SPILLIR*** En sem betur fer ákváðu Kevin Feige og co. hjá Marvel ekki að gera eintóna brandara úr þessu öllu saman, því Marvel „raunheimur“ brýst svo inn í hina fullkomnu veröld amerísks sjónvarpsefnis og skemmir draumaveröldinni sem sköpuð hefur verið. Djörf tilraun Við fyrstu sýn virðist það djörf tilraun hjá Marvel að hefja Disney+ göngu ofurhetjuþáttaraða á þessari framúrstefnulegu og póstmódernísku útfærslu. En þegar maður áttar sig á því hversu ótrúlega vinsælt merki Marvel er og hversu mikið efni hefur komið frá þeim, þá er þetta e.t.v. ekki svo djarft. Forstjórinn Feige (sem er hugmyndasmiður þáttanna) hefur haft puttann á púlsinum og vitað að eilítið þurfti að hrista upp í framsetingu Marvel á efni sínu. Þegar sögunni vatt fram og raunveruleiki Marvel heimsins braust inn fór ég að róast og innkoma áhugaverðra persóna á borð við Monicu Rambeau, Darcy Lewis og Jimmy Woo. Já, ég veit að þetta eru ekki sérlega fyrirferðarmiklar persónur úr Marvel-heiminum, en úrvinnslan á þeim er skemmtileg. Monica og Jimmy kom sterk inn. Þessi Marvel-heimur er ótrúleg gullnáma, með öllum þeim öngum sem hægt er að skoða og rannsaka og er WandaVision flott viðbót sem gefur góð fyrirheit varðandi framhaldið á Disney+. Niðurstaða. Skemmtileg og hugmyndarík framsetning á furðulegum ævintýrum minna áberandi Marvel-persóna. Heiðar Sumarliðason ræddi við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Hrafnkel Stefánsson frá Kvikmyndaskóla Íslands um WandaVision í nýjasta þætti Stjörnubíós. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Undirritaður er ekki í hópi ofurhetjukvikmynda og -sjónvarpsþáttaaðdáenda. Þar með er ekki sagt að ég geti ekki haft gaman af þessu efni þegar vel tekst til. T.d. var ég mjög hrifinn af kvikmyndunum Captain America: Civil War, Iron Man og Captain Marvel, og er því alls ekki fjandsamlegur ofurhetjumyndum sem kvikmyndagrein. Þær eru hins vegar misgóðar og sumar finnst mér hrútleiðinlegar. Því var ég ekkert að springa úr spenningi yfir WandaVision-þáttunum, sérstaklega af því þeir fjalla um persónur sem ég man varla eftir úr Avengers-myndunum. Allt slitið úr samhengi Ég var líkt og fjölmargir aðrir hálf hissa á framsetningu þessarar nýjustu vöru af Marvel-færibandinu. Þáttaröðin hefst í stíl gamanþátta frá 6. áratugi síðustu aldar, svarthvítur, með dósahlátri og dass kvenfyrirlitningu. Þar leika Elizabeth Olsen og Paul Bettany persónur sínar Wöndu Maximoff og Vision, en þó ekki í neinu samhengi sem við eigum að venjast. Ég varð hálf hvumsa og því ekki algjörlega án mótþróa á meðan ég horfði á þennan fyrsta þátt. Hvað var þetta eiginlega? Gat verið að Marvel ætlaði að bjóða okkur upp á Avengers-þáttaröð sem er að öllu leyti í þessum stíl. Ég þráaðist þó við og hélt áhorfinu áfram. Í öðrum þætti voru sömu persónurnar, en nú komnar inn í 7. áratuginn, því hélt þetta áfram að vera skrítið. Í næstu þáttum þar á eftir var það sama uppi á teningnum, í hverri viku var farið fram um einn áratug, og þættir eins og Full House og Malcom in the Middle augljós innblástur framsetningarinnar. Þess má geta að eldri systur Elizabeth Olsen deildu hlutverki Michelle í Full House. ***SPILLIR*** En sem betur fer ákváðu Kevin Feige og co. hjá Marvel ekki að gera eintóna brandara úr þessu öllu saman, því Marvel „raunheimur“ brýst svo inn í hina fullkomnu veröld amerísks sjónvarpsefnis og skemmir draumaveröldinni sem sköpuð hefur verið. Djörf tilraun Við fyrstu sýn virðist það djörf tilraun hjá Marvel að hefja Disney+ göngu ofurhetjuþáttaraða á þessari framúrstefnulegu og póstmódernísku útfærslu. En þegar maður áttar sig á því hversu ótrúlega vinsælt merki Marvel er og hversu mikið efni hefur komið frá þeim, þá er þetta e.t.v. ekki svo djarft. Forstjórinn Feige (sem er hugmyndasmiður þáttanna) hefur haft puttann á púlsinum og vitað að eilítið þurfti að hrista upp í framsetingu Marvel á efni sínu. Þegar sögunni vatt fram og raunveruleiki Marvel heimsins braust inn fór ég að róast og innkoma áhugaverðra persóna á borð við Monicu Rambeau, Darcy Lewis og Jimmy Woo. Já, ég veit að þetta eru ekki sérlega fyrirferðarmiklar persónur úr Marvel-heiminum, en úrvinnslan á þeim er skemmtileg. Monica og Jimmy kom sterk inn. Þessi Marvel-heimur er ótrúleg gullnáma, með öllum þeim öngum sem hægt er að skoða og rannsaka og er WandaVision flott viðbót sem gefur góð fyrirheit varðandi framhaldið á Disney+. Niðurstaða. Skemmtileg og hugmyndarík framsetning á furðulegum ævintýrum minna áberandi Marvel-persóna. Heiðar Sumarliðason ræddi við sviðslistakonuna Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur og Hrafnkel Stefánsson frá Kvikmyndaskóla Íslands um WandaVision í nýjasta þætti Stjörnubíós.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira