Fullt hús hjá Keflavík og góðir sigrar Hauka og Skallagríms Anton Ingi Leifsson skrifar 17. febrúar 2021 20:51 Keflavík og Haukar unnu bæði í kvöld. vísir/hulda margrét Domino’s deild kvenna rúllaði aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé. Haukar höfðu betur gegn Breiðabliki í Kópavogi, Skallagrímur rúllaði yfir KR og Keflavík er á toppnum eftir sigur í Stykkishólmi. Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir 70-60 sigur á Breiðabliki í kvöld. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Haukastúlkna en þær unnu annan leikhlutann 21-10. Breiðablik er með fjögur stig í sjöunda sæti. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði sautján stig fyrir Hauka og tók sjö fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við fjórtán stigum og fimm fráköstum. Birgit Ósk Snorradóttir skoraði fimmtán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Blika. Sóllilja Bjarnadóttir kom næst með ellefu stig og fimm fráköst. Skallagrímur lenti ekki í neinum vandræðum með botnlið KR á heimavelli en lokatölur 67-53. KR-liðið er en án stiga en Borgnesingar voru með góð tök á leiknum. Þær voru 33-22 yfir í hálfleik og unnu svo þriðja leikhlutann 26-17. Tuttugu stiga munur fyrir fjórða leikhlutann var of stór biti fyrir KR. Sanja Orozovic gerði átján stig fyrir Skallagrím og tók tíu fráköst. Nikita Telesford bætti við sextán stigum og Embla Kristínardóttir tólf. Taryn Ashley Mc Cutcheon skoraði sautján stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina sem og gaf níu stoðsendingar. Annika Holopainen gerði fimmtán stig. Skallagrímur er með átta stig í fimmta sæti deilarinnar en KR er á botninum, án stiga eftir átta leiki. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en þær keflvísku sóttu tvö stig í Stykkishólm í kvöld. Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum, 28-31, en Keflavík leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 54-41. Lokatölur 91-79. Daniela Wallen Morillo var mögnuð hjá Keflavík. Hún skoraði 37 stig og tók sautján fráköst. Katla Rún Garðarsdóttir bætti við sextán stigum og Anna Ingunn Svansdóttir fjórtán. Emese Vida gerði 22 stig og tók átján fráköst fyrir Snæfell en Haiden Denise Palmer kom næst með sextán. Keflavík er með fjórtán stig á toppi deildarinnar — með fullt hús stiga en Snæfell er í sjötta sætinu með fjögur stig. Dominos-deild kvenna KR Keflavík ÍF Skallagrímur Snæfell Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Í beinni: Valur - Fjölnir | Spútnikliðið mætir meisturunum Fjölnir hefur komið liða mest á óvart í Domino's deild kvenna og er í 2. sæti. Íslandsmeistarar Vals eru í 3. sætinu en jafna Fjölni að stigum með sigri í kvöld. 17. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir 70-60 sigur á Breiðabliki í kvöld. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Haukastúlkna en þær unnu annan leikhlutann 21-10. Breiðablik er með fjögur stig í sjöunda sæti. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði sautján stig fyrir Hauka og tók sjö fráköst. Eva Margrét Kristjánsdóttir bætti við fjórtán stigum og fimm fráköstum. Birgit Ósk Snorradóttir skoraði fimmtán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í liði Blika. Sóllilja Bjarnadóttir kom næst með ellefu stig og fimm fráköst. Skallagrímur lenti ekki í neinum vandræðum með botnlið KR á heimavelli en lokatölur 67-53. KR-liðið er en án stiga en Borgnesingar voru með góð tök á leiknum. Þær voru 33-22 yfir í hálfleik og unnu svo þriðja leikhlutann 26-17. Tuttugu stiga munur fyrir fjórða leikhlutann var of stór biti fyrir KR. Sanja Orozovic gerði átján stig fyrir Skallagrím og tók tíu fráköst. Nikita Telesford bætti við sextán stigum og Embla Kristínardóttir tólf. Taryn Ashley Mc Cutcheon skoraði sautján stig og tók fjögur fráköst fyrir gestina sem og gaf níu stoðsendingar. Annika Holopainen gerði fimmtán stig. Skallagrímur er með átta stig í fimmta sæti deilarinnar en KR er á botninum, án stiga eftir átta leiki. Keflavík er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en þær keflvísku sóttu tvö stig í Stykkishólm í kvöld. Mikið var skorað í fyrsta leikhlutanum, 28-31, en Keflavík leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 54-41. Lokatölur 91-79. Daniela Wallen Morillo var mögnuð hjá Keflavík. Hún skoraði 37 stig og tók sautján fráköst. Katla Rún Garðarsdóttir bætti við sextán stigum og Anna Ingunn Svansdóttir fjórtán. Emese Vida gerði 22 stig og tók átján fráköst fyrir Snæfell en Haiden Denise Palmer kom næst með sextán. Keflavík er með fjórtán stig á toppi deildarinnar — með fullt hús stiga en Snæfell er í sjötta sætinu með fjögur stig.
Dominos-deild kvenna KR Keflavík ÍF Skallagrímur Snæfell Haukar Breiðablik Tengdar fréttir Í beinni: Valur - Fjölnir | Spútnikliðið mætir meisturunum Fjölnir hefur komið liða mest á óvart í Domino's deild kvenna og er í 2. sæti. Íslandsmeistarar Vals eru í 3. sætinu en jafna Fjölni að stigum með sigri í kvöld. 17. febrúar 2021 19:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Í beinni: Valur - Fjölnir | Spútnikliðið mætir meisturunum Fjölnir hefur komið liða mest á óvart í Domino's deild kvenna og er í 2. sæti. Íslandsmeistarar Vals eru í 3. sætinu en jafna Fjölni að stigum með sigri í kvöld. 17. febrúar 2021 19:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum