Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en samkvæmt frétt BBC er tiltölulega algengt í Nígeríu að glæpagengi ræni fólki með því markmiðið að krefja fjölskyldur þeirra um lausnargjald. Á mánudaginn var tuttugu manns rænt úr rútu í Nígerhéraði.
Þá er rifjað upp í frétt Reuters að sambærileg árás átti sér stað í Katsinahéraði fyrir um tveimur mánuðum. Þá rændu vopnaðir menn tæplega 350 drengjum úr skóla en þeim var bjargað af öryggissveitum.
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram og systursamtök Íslamska ríkisins eru virk í norðurhluta Nígeríu og gætu sömuleiðis hafa gert árásina.
Um 600 ungir drengir voru sofandi í heimavist skólans sem er í Kagara í Nígerhéraði Nígeríu. Mennirnir sem réðust á skólann voru klæddir í herbúninga og hófst árásin um klukkan tvö að nóttu til. Mennirnir eru sagðir hafa bankað hjá nemendum og beðið þá um að koma saman í sal skólans.
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur lýst árásinni sem heygulslegri og er búið að kalla út herinn sem á að hjálpa við að bjarga þeim sem rænt var. Forsetinn hefur verið undir töluverðum þrýstingi varðandi versnandi öryggisástand í Nígeríu.