Erlent

Fjöru­tíu látnir eftir rútu­slys á Ind­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Rútan hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi.
Rútan hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi. AP

Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir eftir að rúta fór af veginum á brú og hafnaði í Sharda-skipaskurðinum í Sidhi á Indlandi. Björgunaraðilum tókst að bjarga sex manns úr rútunni.

Slysið átti sér stað í Sidhi í Madhya Pradesh. Alls voru 46 manns í rútunni, en rútan ku hafa verið yfirfull þegar slysið átti sér stað.

Rútubílstjórinn er sagður hafa misst stjórn á rútunni eftir að hafa rekist í vegrið, en yfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á slysinu.

Rúmlega 110 þúsund manns láta lífið í umferðarslysi á Indlandi á ári hverju.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir í yfirlýsingu slysið var hræðilegt og vottar hann aðstandendum látinna samúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×