Vaxtalaust lán Sif Huld Albertsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:31 Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Byggðamál Sif Huld Albertsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að. Í nýrri úttekt sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði gerði fyrir heilbrigðisráðuneytið, og vísar í íslenskar rannsóknir, kemur fram að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins meta líkamlega og andlega heilsu sína verri en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Mat á eigin heilsu er nátengt aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Þessu verður að breyta, landsbyggðin á ekki að fá verri þjónustu eða þurfa að borga meira fyrir hana en íbúar höfuðborgarsvæðisins en svoleiðis er það í dag. Þörf er á að sérfræðilæknar komi út á land og sinni þjónustunni þar. Kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan bensín. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. En af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið 10-14 daga, það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en bílaleigubíll er greiddur af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins. Við getum líka tekið dæmi um skekkju í kerfinu ef farið er keyrandi á einkabíl í læknisferð. Ef farið er á einkabíl er greitt 31,61 kr. á hvern ekinn km frá heimilis til áfangastaðar.Til að setja þetta í samhengi þá er akstursgjald ríkisstarfsmanna, 114 kr. á hvern ekinn km. Það er eitthvað skakkt við að Alþingismenn okkar fái 114 kr. pr. km. á meðan foreldrar barna sem þurfa að komast með barnið sitt til læknis fái 31,61 kr.pr.km. Ekki hefur verið gerð grein fyrir því vinnutapi sem foreldri verður fyrir í þessari greiningu, en það mun alltaf vera einn til tveir vinnudagar sem foreldri missir úr vinnu til þess að koma barninu sínu til læknis. Reglugerð Sjúkratrygginga gera jafnframt ráð fyrir að einstaklingur fái aðeins greitt fyrir tvær ferðir á ári. Það er ljóst að margir þurfa að fara oftar og bera þá allan kostnað af þeim ferðum sjálfir. Það er alls ekki skrítið þegar horft er á þessi dæmi sem eru bara brotabrot af þeim sem ég hef, af hverju íbúar landsbyggðarinnar meti sig með verri líkamlega og andlega heilsu en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þessu þarf að breyta. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun