Sextán teknir fyrir brot á sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 19:14 Á einungis nokkrum vikum, eða frá 1. janúar til 5. febrúar, voru sextán einstaklingar sektaðir vegna brota á sóttkví eftir komuna til landsins. Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Þessir sextán einstaklingar tengjast ellefu málum að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Fleiri mál hafa ratað á borð lögreglu frá 5. febrúar en þau hafa ekki enn verið tekin saman í gagnagrunni lögreglu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, minnisblaði þar sem lagðar eru til hertar aðgerðir á landamærunum. Minnisblaðið er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu og ráðherra mun væntanlega kynna það á ríkisstjórnarfundi á morgun. Minnisblaðið hefur ekki verið birt en Þórólfur hefur sagt að til skoðunar sé að krefja fólk um neikvætt covid-vottorð við komuna til landsins. Einnig að skerpa eftirlit við landamærin. „Það eru ákveðnar breytingar á skráningarformum, það eru ákveðnar breytingar við eftirlit, það er stífara eftirlit með hverjum einasta einstakling sem kemur til landsins þannig að gefinn sé meiri tími til að fara yfir málin og tryggja það að menn séu vel upplýstir og skilji þær reglur sem eru í gildi,“ segir Víðir Reynisson. „Allt kallar þetta á mannskap sem við þurfum að hafa.“ Lögreglan á Suðurlandi greindi frá því í dag að á dögunum hafi erlendur ferðamaður sem átti að vera í sóttkví ferðast austur um Suðurland á puttanum. Honum var gert að greiða sekt vegna brots síns. Víðir segir þessi mál allt of mörg. „Þetta er mjög mikið og líka miðað við það að fjöldi þeirra sem er að koma til landsins er nú ekki gríðarlegur. Það er komið niður í 130 að meðaltali á dag.“ Einn sem braut reglur um sóttkví reyndist smitaður af kórónuveirunni en engin önnur smit hafa þó verið rakin til hans að sögn Víðis. „Það eru nokkur tilvik þar sem fólk hefur þvælst mjög víða og farið um landið. En sem betur fer erum við held ég ekki með nein tilvik þar sem aðilar hafa smitast út frá þessum brotum.“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að herða tökin á landamærunum. „Ég minni á það að þessi þriðja bylgja byrjaði þannig að það leið mánuður frá því að viðkomandi greindist á landamærunum og þangað til að við fengum allt í einu þessa bylgju. Þetta getur gerst hratt og það getur tekið ákveðinn tíma að koma í ljós,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira