Bachelor-stjórnandi dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:13 Harrison mun ekki koma meira að Bachelor í bili. Rodin Eckenroth/WireImage Chris Harrison, stjórnandi hinna vinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta The Bachelor, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Ástæðan er sú að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann varði Rachael Kirkconnell, einn keppanda þáttanna, sem sökuð hefur verið um kyþáttafordóma. Nýlega skutust myndir af henni frá árinu 2018 í dagsljósið, en þar sést hún stödd í háskólapartíi þar sem þemað virðist hafa verið „plantekra í gömlu Suðurríkjunum.“ Hefur Kirkconnell verið sökuð um kynþáttafordóma og ónærgætni gagnvart svörtu fólki, en svartir þrælar voru stór hluti íbúafjölda Suðurríkjanna á því tímabili sem partíinu virðist hafa verið ætlað að fanga. Kirkconnell hefur síðan beðist afsökunar. Nú hefur Harrison einnig gert það, eftir að hann eyddi dágóðum tíma sem gestur í þættinum Extra í að ræða um málið. Þar gerði Harrison lítið úr málinu og taldi ósanngjarnt að gagnrýna Kirkconnell, þar sem myndin hefði verið tekin í fortíðinni, eins og reyndar allar ljósmyndir. Harrison hefur nú beðist afsökunar og tilkynnt að hann muni tímabundið stíga til hliðar frá þáttunum. Í afsökunarbeiðni sem hann birtir á Instagram segir hann að síðustu dögum hafi hann varið í að hlusta á fólk sem hann hafði sært. Ekki liggur fyrir hversu lengi Harrison hyggst halda sig til hlés. View this post on Instagram A post shared by Chris Harrison (@chrisbharrison) Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Nýlega skutust myndir af henni frá árinu 2018 í dagsljósið, en þar sést hún stödd í háskólapartíi þar sem þemað virðist hafa verið „plantekra í gömlu Suðurríkjunum.“ Hefur Kirkconnell verið sökuð um kynþáttafordóma og ónærgætni gagnvart svörtu fólki, en svartir þrælar voru stór hluti íbúafjölda Suðurríkjanna á því tímabili sem partíinu virðist hafa verið ætlað að fanga. Kirkconnell hefur síðan beðist afsökunar. Nú hefur Harrison einnig gert það, eftir að hann eyddi dágóðum tíma sem gestur í þættinum Extra í að ræða um málið. Þar gerði Harrison lítið úr málinu og taldi ósanngjarnt að gagnrýna Kirkconnell, þar sem myndin hefði verið tekin í fortíðinni, eins og reyndar allar ljósmyndir. Harrison hefur nú beðist afsökunar og tilkynnt að hann muni tímabundið stíga til hliðar frá þáttunum. Í afsökunarbeiðni sem hann birtir á Instagram segir hann að síðustu dögum hafi hann varið í að hlusta á fólk sem hann hafði sært. Ekki liggur fyrir hversu lengi Harrison hyggst halda sig til hlés. View this post on Instagram A post shared by Chris Harrison (@chrisbharrison)
Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira