Bachelor-stjórnandi dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:13 Harrison mun ekki koma meira að Bachelor í bili. Rodin Eckenroth/WireImage Chris Harrison, stjórnandi hinna vinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta The Bachelor, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Ástæðan er sú að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann varði Rachael Kirkconnell, einn keppanda þáttanna, sem sökuð hefur verið um kyþáttafordóma. Nýlega skutust myndir af henni frá árinu 2018 í dagsljósið, en þar sést hún stödd í háskólapartíi þar sem þemað virðist hafa verið „plantekra í gömlu Suðurríkjunum.“ Hefur Kirkconnell verið sökuð um kynþáttafordóma og ónærgætni gagnvart svörtu fólki, en svartir þrælar voru stór hluti íbúafjölda Suðurríkjanna á því tímabili sem partíinu virðist hafa verið ætlað að fanga. Kirkconnell hefur síðan beðist afsökunar. Nú hefur Harrison einnig gert það, eftir að hann eyddi dágóðum tíma sem gestur í þættinum Extra í að ræða um málið. Þar gerði Harrison lítið úr málinu og taldi ósanngjarnt að gagnrýna Kirkconnell, þar sem myndin hefði verið tekin í fortíðinni, eins og reyndar allar ljósmyndir. Harrison hefur nú beðist afsökunar og tilkynnt að hann muni tímabundið stíga til hliðar frá þáttunum. Í afsökunarbeiðni sem hann birtir á Instagram segir hann að síðustu dögum hafi hann varið í að hlusta á fólk sem hann hafði sært. Ekki liggur fyrir hversu lengi Harrison hyggst halda sig til hlés. View this post on Instagram A post shared by Chris Harrison (@chrisbharrison) Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Nýlega skutust myndir af henni frá árinu 2018 í dagsljósið, en þar sést hún stödd í háskólapartíi þar sem þemað virðist hafa verið „plantekra í gömlu Suðurríkjunum.“ Hefur Kirkconnell verið sökuð um kynþáttafordóma og ónærgætni gagnvart svörtu fólki, en svartir þrælar voru stór hluti íbúafjölda Suðurríkjanna á því tímabili sem partíinu virðist hafa verið ætlað að fanga. Kirkconnell hefur síðan beðist afsökunar. Nú hefur Harrison einnig gert það, eftir að hann eyddi dágóðum tíma sem gestur í þættinum Extra í að ræða um málið. Þar gerði Harrison lítið úr málinu og taldi ósanngjarnt að gagnrýna Kirkconnell, þar sem myndin hefði verið tekin í fortíðinni, eins og reyndar allar ljósmyndir. Harrison hefur nú beðist afsökunar og tilkynnt að hann muni tímabundið stíga til hliðar frá þáttunum. Í afsökunarbeiðni sem hann birtir á Instagram segir hann að síðustu dögum hafi hann varið í að hlusta á fólk sem hann hafði sært. Ekki liggur fyrir hversu lengi Harrison hyggst halda sig til hlés. View this post on Instagram A post shared by Chris Harrison (@chrisbharrison)
Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein