Breiðablik byrjar á stórsigri á meðan Víkingur og KR gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2021 21:30 Blikar skoruðu fjögur mörk í kvöld. Vísir/Daniel Thor Lengjubikar karla fór af stað í kvöld þar sem tveir leikir í A-deild og tveir leikir í B-deild fóru fram. Breiðablik vann Leikni Reykjavík 4-0, Víkingur og KR gerðu 1-1 jafntefli, Þróttur Reykjavík vann 4-3 sigur á Fjölni og Afturelding lagði Víking Ólafsvík 3-0. Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Það var einkar hvasst í Kópavogi þar sem Leiknir Reykjavík, sem leika sem nýliðar í Pepsi Max deildinni næsta sumar, voru í heimsókn á Kópavogsvelli. Þeir fengu ekki blíðar móttökur en heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik. Þeir Höskuldur Gunnlaugsson og Thomas Mikkelsen með mörkin. Gestirnir úr Breiðholti bitu frá sér í upphafi síðari hálfleiks og átti Sævar Atli Magnússon til að mynda skot í stöng þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum. Davíð Ingvarsson nýtti sér hins vegar vindinn skömmu síðar þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu og Viktor Karl Einarsson fullkomnaði sigur Blika með góðu einstaklings framtaki undir lok leiks. Öruggur 4-0 sigur Breiðabliks sem hefur farið vel af stað á nýju ári. Í sama riðli mættust Þróttur Reykjavík og Fjölnir en þau leika í Lengjudeildinni í sumar. Fór það svo að Þróttarar unnu 4-3 sigur í miklum markaleik. Róbert Hauksson skoraði tvívegis fyrir heimamenn ásamt því að spilandi aðstoðarþjálfari liðsins – Sam Hewson – bætti við einu og Lárus Björnsson einnig. Guðmundur Karl Guðmundsson, Sigurpáll Melberg Pálsson og Hallvarður Óskar Sigurðsson skoruðu mörk Fjölnis. Guðjón Baldvinsson er mættur í KR á nýjan leik og hann þandi netmöskvana í kvöld.Vísir Í Víkinni voru KR-ingar í heimsókn og þar lauk leik með 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Guðjón Baldvinsson sem kom gestunum úr Vesturbænum yfir á 59. mínútu en Guðjón gekk í raðir KR-inga á nýjan leik að loknu síðasta tímabili. Þegar þrjár mínútur voru til leiksloka jafnaði Erlingur Agnarsson metin fyrir heimamenn og þar við sat. Lokatölur 1-1 og ljóst að KR-ingar naga sig í handarbökin að hafa ekki haldið út. Þá vann Afturelding sannfærandi 3-0 sigur á Víking frá Ólafsvík en bæði lið leika í Lengjudeildinni næsta sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira