Notar höndina sem brotnaði mun meira Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 16:00 Valgarð Reinhardsson náði sögulegum árangri á EM í Glasgow 2018. Getty/Dan Istitene Valgarð Reinhardsson leysti vel úr tvöföldu beinbroti í vinstri hendi, sem þó kom á afar slæmum tímapunkti. Þessi fremsti fimleikamaður landsins notar í dag höndina sem brotnaði meira en þá hægri. Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Þetta kom fram í spjalli Valgarðs og frjálsíþróttakonunnar fyrrverandi Kristínar Birnu Ólafsdóttur-Johnson, í hlaðvarpsþættinum Verum hraust. Valgarð er einn þeirra sem horfa til Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar. Þessi 24 ára gamli Kópavogsbúi meiddist í hendi átta vikum fyrir síðasta úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016: „Ég lenti ofan á puttunum, á svifránni, og enda með að brjóta þessi tvö bein [í vinstri hendinni]. Ég þurfti að fara í aðgerð til að laga það. Þetta var ekki alveg það skemmtilegasta,“ sagði Valgarð. „Í dag er ég mun sterkari vinstra megin heldur en hægra megin, eftir alla endurhæfinguna. Ég geri mun meira á vinstri núna. Þannig breytti ég óhag í hag,“ sagði Valgarð. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Valgarð lenti svo í því að rífa hásin mjög illa skömmu eftir handarmeiðslin, og var í gifsi í þrjár vikur og göngugifsi í hátt í fjóra mánuði. „Ég er enn í dag að díla við þetta. Það er léttara með beinbrot, því beinin vaxa sterkari, en ef liðbönd skaddast getur verið erfitt að verða jafnsterkur og maður var áður. Ég finn alveg að hásinin er ekki eins sterk og liðleikinn ekki eins mikill og vinstra megin,“ sagði Valgarð sem hefur lært að vinna með hásinina. Valgarð Reinhardsson á HM í Melbourne í Ástralíu 2019.Getty/Quinn Rooney Ólympíudraumurinn veltur á EM Valgarð segir að það velti á Evrópumótinu í Sviss, sem áætlað er að fari fram í apríl, hvort hann nái þeim stórkostlega árangri að komast á Ólympíuleikana. Valgarð varð fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komast í úrslit í stökki á stórmóti, á EM 2018, þar sem hann varð í 8. sæti. Hann var grátlega nálægt því að endurtaka leikinn á EM í Tyrklandi í desember – fékk sömu heildareinkunn og síðasti maður inn í úrslitin. Þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn hefur Valgarð getað æft vel síðasta árið, meðal annars fjóra mánuði í Svíþjóð í fyrrasumar, en hann flutti heim til Íslands í fyrra eftir sjö ára veru í Kanada. Hann er ánægður með undirbúninginn fyrir EM í apríl: „Hann er búinn að ganga frekar vel. Við kepptum á EM í Tyrklandi í desember, sem var dálítið sérstakt mót, út af Covid. Það voru mörg lönd sem drógu sig úr leik. Þetta EM átti að vera „qualification“ fyrir Ólympíuleikana, en í ljósi aðstæðna var ákveðið að breyta því og færa það fram í apríl,“ sagði Valgarð en nánar er rætt við hann í Verum hraust, þætti sem er á vegum ÍSÍ, hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira