Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin Páll Gústavsson er nýkominn heim eftir að hafa verið með landsliðinu á HM í Egyptalandi. Hann mun spila með Haukum fram á sumar en söðla svo um. vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
„Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira