Derrick Rose og Thibodeau sameinaðir á ný og nú í NY Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 12:00 Derrick Rose og Tom Thibodeau þegar þeir unnu saman hjá Chicago Bulls. Leiðir þeirra liggja nú saman hjá þriðja félaginu. Getty/Mike Ehrmann Derrick Rose er kominn í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta eftir að Detroit Pistons og New York Knicks sömdu um að skiptast á leikmönnum. Derrick Rose fer til New York Knicks í skiptum fyrir bakvörðinn Dennis Smith Jr. og valrétt í annarri umferð nýliðvalsins í sumar sem Detroit Pistons fékk á sínum tíma frá Charlotte Hornets. Viðræðurnar hafa staðið yfir í dágóðan tíma en New York Knicks vildi fá Derrick Rose. Þetta er í annað skiptið sem Derrick Rose kemur til félagsins en það gekk ekki vel hjá honum í þríhyrningssókninni í valdatíð Phil Jackson tímabilið 2016-17. The Knicks are trading for Derrick Rose, per @wojespn.New York has a new point guard pic.twitter.com/5OaQkIxxdb— ESPN (@espn) February 7, 2021 Nú er aftur á móti allt annað í gangi hjá New York Knicks en þjálfara liðsins þekkir Derrick Rose mjög vel. Tom Thibodeau þjálfar lið New York Knicks en Derrick Rose varð sá yngsti í sögunni til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar þegar hann lék undir stjórn Thibodeau hjá Chicago Bulls tímabilið 2010-11. Rose var þá með 25,0 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir Rose og Thibodeau unnu einnig saman hjá Minnesota Timberwolves 2017-18 tímabilið. Rose var aðeins 22 ára gamall þegar hann var kosinn bestur í NBA deildinni en hann var ekki sami leikmaður efir að hann sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012. Find someone who loves you as much as Tom Thibodeau loves Derrick Rose.Thibs has had D-Rose on every team he has ever coached. pic.twitter.com/3vHYYtobx1— StatMuse (@statmuse) February 7, 2021 Það hefur verið allt annað að sjá New York Knicks liðið síðan að Thibodeau tók við og þá sérstaklega varnarlega. Samkvæmt tölfræðinni er Knicks liðið sjötta besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose var með 14,2 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins sem leikmaður Detroit Pistons en það eru lægri tölur en í fyrra þegar kappinn var með 18,1 stig og 5,6 stoðsendingar í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Derrick Rose fer til New York Knicks í skiptum fyrir bakvörðinn Dennis Smith Jr. og valrétt í annarri umferð nýliðvalsins í sumar sem Detroit Pistons fékk á sínum tíma frá Charlotte Hornets. Viðræðurnar hafa staðið yfir í dágóðan tíma en New York Knicks vildi fá Derrick Rose. Þetta er í annað skiptið sem Derrick Rose kemur til félagsins en það gekk ekki vel hjá honum í þríhyrningssókninni í valdatíð Phil Jackson tímabilið 2016-17. The Knicks are trading for Derrick Rose, per @wojespn.New York has a new point guard pic.twitter.com/5OaQkIxxdb— ESPN (@espn) February 7, 2021 Nú er aftur á móti allt annað í gangi hjá New York Knicks en þjálfara liðsins þekkir Derrick Rose mjög vel. Tom Thibodeau þjálfar lið New York Knicks en Derrick Rose varð sá yngsti í sögunni til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður NBA deildarinnar þegar hann lék undir stjórn Thibodeau hjá Chicago Bulls tímabilið 2010-11. Rose var þá með 25,0 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þeir Rose og Thibodeau unnu einnig saman hjá Minnesota Timberwolves 2017-18 tímabilið. Rose var aðeins 22 ára gamall þegar hann var kosinn bestur í NBA deildinni en hann var ekki sami leikmaður efir að hann sleit krossband í fyrsta leik í úrslitakeppninni 2012. Find someone who loves you as much as Tom Thibodeau loves Derrick Rose.Thibs has had D-Rose on every team he has ever coached. pic.twitter.com/3vHYYtobx1— StatMuse (@statmuse) February 7, 2021 Það hefur verið allt annað að sjá New York Knicks liðið síðan að Thibodeau tók við og þá sérstaklega varnarlega. Samkvæmt tölfræðinni er Knicks liðið sjötta besta varnarlið deildarinnar. Derrick Rose var með 14,2 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins sem leikmaður Detroit Pistons en það eru lægri tölur en í fyrra þegar kappinn var með 18,1 stig og 5,6 stoðsendingar í leik. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjör: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti