Fjallið útlokar ekki að berjast við Tyson Fury ef hann rotar Eddie Hall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:31 Hafþór Júlíus Björnson varð faðir á dögunum og hér sést hann með strákinn sinn sem heitir Stormur Magni Hafþórsson. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur það mikla trúa á sér í hringnum á móti Eddie Hall í Las Vegas í haust að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næsta bardaga á eftir þessum sem bíður hans í september. Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Aflraunir Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Aflraunir Box Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira