Fjallið útlokar ekki að berjast við Tyson Fury ef hann rotar Eddie Hall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 08:31 Hafþór Júlíus Björnson varð faðir á dögunum og hér sést hann með strákinn sinn sem heitir Stormur Magni Hafþórsson. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur það mikla trúa á sér í hringnum á móti Eddie Hall í Las Vegas í haust að hann er þegar farinn að velta fyrir sér næsta bardaga á eftir þessum sem bíður hans í september. Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson. Aflraunir Box Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall ætla að gera út um deilumál sín með því að bjóða upp á þyngsta boxbardaga sögunnar en þessi aflraunamenn ætla þar að láta hnefana tala. Hafþór og Eddie Hall hafa báðir verið að kynda undir bardaga sínum og má búast við meiru af slíku á næstunni. Hafþór var svolítið yfirlýsingaglaður í viðtali við breska blaðið The Metro. Hafþór hefur þegar reynt fyrir sér í æfingabardaga á móti Steven Ward í Dúbaí í síðasta mánuði en var reyndar kominn með kórónuveiruna þegar hann kom aftur heim til Íslands. Eddie Hall hefur ekki enn tekið æfingabardaga en sendi æfingafélaga sinn á sjúkrahús eftir eina æfinguna á síðasta ári. Blaðamaður The Metro skrifar um það að Game of Thrones stjarnan Hafþór Björnsson hafi augun á því að berjast í þungavigtarbardaga við Tyson Fury. 'When I do anything I always look at the top and the top right now is Tyson Fury obviously, but we ll see in two years time who is on top then'Just imagine The Mountain vs Tyson Fury https://t.co/LOOcBOJNyg— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 5, 2021 „Það sem kom mér líklega mest á óvart, kannski ekki á óvart, en það sem ég lærði mest af af í þessum bardaga var að ég þarf að æfa mig meira,“ sagði Hafþór Júlíus. „Það kom mér samt líka á óvart hvað mér finnst gaman í hringnum. Ég vil því ekki neita fleiri bardögum í framtíðinni því ég nýt ferðalagsins svo mikið núna. Ef ég næ að bæta mig mikið, af hverju ekki,“ sagði Hafþór Júlíus um frekari frama í hnefaleikaíþróttinni. Hafþór Júlíus fer inn í þetta verkefni fullur sjálfstrausts og fer þar að tala um sigursæla boxara Tyson Fury. „Hvað sem ég geri þá horfi ég alltaf á toppinn. Þar er Tyson Fury auðvitað. Við verðum bara að sjá til hver sér á toppnum eftir tvö ár,“ sagði Hafþór Júlíus um hugsanlega mótherja eftir Eddie Hall. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) „Það mun væntanlega verða annar bardagi á móti Eddie Hall svo ég verð hnefaleikamaður væntanlega næstu tvö árin,“ sagði Hafþór. „Eftir að við berjumst aftur þá skulum við sjá hvernig mér líður og hvað ég hef bætt mig mikið. Ég er ekkert að verða yngri. Ég er 32 ára núna og ég þarf að bæta mig hratt ef ég ætla að keppa meira í henfaleikum,“ sagði Hafþór. „Ef að tækifærið gefst þá ætla ég mér að rota Eddie Hall. Segjum svo að ég roti hann tvisvar sinnum og stórt nafn segir: Hver í andskotanum heldur hann að hann sé? Thor þú ert ekki merkilegur og ég ætla að rota þig. Ég skora á þig. Það gæti gerst,“ sagði Hafþór. „Það hefur enginn séð mann í minni stærð áður berjast í hringnum og ímyndaðu þér ef einhver af stóru nöfnunum vill þagga niður í mér. Það gæti boðið upp á stórt tækifæri og ég myndi líklega ekki hafna slíku,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson.
Aflraunir Box Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Líður eins og hann sé með geimskip á hausnum Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira