Fyrstar kvenna til að vinna Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 14:30 Lori Locust er í níu manna varnarþjálfarateymi Tampa Bay Buccaneers. Getty/Mary Holt Tvær konur áttu sinn þátt í því að gera Tamba Bay Buccaneers að Ofurskálarmeisturum í nótt þegar liðið vann sigur á Kansas City Chiefs, 31-9. Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13
43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti