Fyrstar kvenna til að vinna Super Bowl Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2021 14:30 Lori Locust er í níu manna varnarþjálfarateymi Tampa Bay Buccaneers. Getty/Mary Holt Tvær konur áttu sinn þátt í því að gera Tamba Bay Buccaneers að Ofurskálarmeisturum í nótt þegar liðið vann sigur á Kansas City Chiefs, 31-9. Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl. NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Þær Lori Locust og Maral Javadifar eru báðar í þjálfarateymi Tamba Bay og þar með fyrstar kvenna til að þjálfa hjá sigurliði í Super Bowl. Í fyrra varð Katie Sowers, aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers, fyrst kvenna til að þjálfa hjá liði sem spilar í Super Bowl en þar tapaði liðið fyrir Kansas City Chiefs. Locust er aðstoðarvarnarlínuþjálfari hjá Tamba Bay og leiðbeinir sem slík vörninni sem gekk svo vel að ráðast á Patrick Mahomes í nótt. Javadifar er aðstoðarþrekþjálfari. Báðar voru þær að klára sitt annað tímabil hjá félaginu. Not only did Sarah Thomas become the first woman to ref in a Super Bowl last night, Lori Locust and Maral Javadifar became the first female coaches to win one. Locust is Tampa Bay's assistant d-line coach, and Javadifar is asst. strength and conditioning coach. (AP Images) @WGRZ pic.twitter.com/bmkFoMMQ5M— Lauren Hall (@LaurenHall) February 8, 2021 Locust er 56 ára og var áður lærlingur hjá Baltimore Ravens og hefur þjálfað í lægra skrifuðum deildum. Javadifar var sjálf körfuboltakona í háskóla en er með doktorsgráðu í sjúkraþjálfun. Locust og Javadifar voru ekki einu konurnar með penna á lofti, að skrá nýjan kafla í sögu NFL í nótt. Sarah Thomas varð nefnilega fyrsta konan til að dæma í Super Bowl en hún byrjaði að dæma í NFL, fyrst kvenna, árið 2015 og hefur verið í fullu starfi þar síðan. Bruce Arians, aðalþjálfari Tampa Bay, var þjálfari Arizona Cardinals árið 2015 þegar hann réði Jen Welter sem lærling en hún varð þá fyrsta konan til að fá þjálfarastarf af einhverju tagi í NFL. Arians, sem er 68 ára, er á sínu öðru ári hjá Tampa Bay og varð í nótt elsti aðalþjálfarinn til að vinna Super Bowl.
NFL Ofurskálin Tengdar fréttir Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13 43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
Brady fagnaði með dóttur sinni eins og síðast: Er ekki hættur Tom Brady tilkynnti það á verðlaunapallinum í nótt að hann ætli að spila áfram með Tampa Bay Buccaneers liðinu á næstu leiktíð. Brady heldur upp á 44 ára afmælið sitt í haust og varð í nótt NFL-meistari í sjöunda skiptið. 8. febrúar 2021 04:13
43 ára og aftur Super Bowl meistari: Brady nú með einum meira en Jordan Tom Brady ætlar aldrei að hætta að spila og aldrei að hætta að vinna. Brady komst fram úr Michael Jordan með því að vinna sinn sinn sjöunda Super Bowl titil í nótt og bætti þar með við glæsilega og einstaka ferilskrá sína. 8. febrúar 2021 03:35