Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2021 09:50 Benjamín Netanjahú er ákærður fyrir spillingu í þremur liðum. Vísir/EPA Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. Netanjahú hefur verið sakaður um að hafa tekið við mútum, brotið trúnað og framið fjársvik. Netanjahú er fyrsti starfandi leiðtogi Ísraels sem hefur verið ákærður fyrir glæp. Hann mætti fyrir dóm í morgun og greindi þar frá fyrir dómara að hann stæði við þær rituðu yfirlýsingar sem lögmenn hans hafa lagt inn. Hann yfirgaf dómssal um tuttugu mínútum eftir að réttarhöld hófust án skýringa. Netanjahú var ákærður árið 2019 eftir margra ára rannsókn vegna gjafa sem vinir hans, sem flestir eru vellauðugir, hafa gefið honum í gegn um tíðina. Vinirnir eru sagðir hafa sóst eftir því að Netanjahú innleiddi í staðin stefnumál sem þeim kæmi vel. Hann er meðal annars sakaður um að hafa beitt sér fyrir því að fjölmiðlalögum yrði breytt í stað þess að fjölmiðlar fjölluðu vel um hann. Fréttastofa Reuters veltir því upp hvort Netanjahú hafi yfirgefið dómssal svo snemma til þess að sýna almenningi að hann muni ekki leyfa réttarhöldunum að trufla störf hans, enda er nú mánaðarlöngu útgöngubanni að ljúka. Fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum fara nú fram 23. mars næstkomandi í Ísrael. Kórónuveirufaraldurinn og spillingarmál Netanjahús virðast efst í huga kjósenda en fjallað hefur verið um fátt annað í kring um kosningarnar. Ísrael Tengdar fréttir Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53 Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. 2. desember 2020 15:02 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Netanjahú hefur verið sakaður um að hafa tekið við mútum, brotið trúnað og framið fjársvik. Netanjahú er fyrsti starfandi leiðtogi Ísraels sem hefur verið ákærður fyrir glæp. Hann mætti fyrir dóm í morgun og greindi þar frá fyrir dómara að hann stæði við þær rituðu yfirlýsingar sem lögmenn hans hafa lagt inn. Hann yfirgaf dómssal um tuttugu mínútum eftir að réttarhöld hófust án skýringa. Netanjahú var ákærður árið 2019 eftir margra ára rannsókn vegna gjafa sem vinir hans, sem flestir eru vellauðugir, hafa gefið honum í gegn um tíðina. Vinirnir eru sagðir hafa sóst eftir því að Netanjahú innleiddi í staðin stefnumál sem þeim kæmi vel. Hann er meðal annars sakaður um að hafa beitt sér fyrir því að fjölmiðlalögum yrði breytt í stað þess að fjölmiðlar fjölluðu vel um hann. Fréttastofa Reuters veltir því upp hvort Netanjahú hafi yfirgefið dómssal svo snemma til þess að sýna almenningi að hann muni ekki leyfa réttarhöldunum að trufla störf hans, enda er nú mánaðarlöngu útgöngubanni að ljúka. Fjórðu þingkosningarnar á tveimur árum fara nú fram 23. mars næstkomandi í Ísrael. Kórónuveirufaraldurinn og spillingarmál Netanjahús virðast efst í huga kjósenda en fjallað hefur verið um fátt annað í kring um kosningarnar.
Ísrael Tengdar fréttir Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53 Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. 2. desember 2020 15:02 Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Gerði samkomulag við Pfizer um að bólusetja alla fyrir páska Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist hafa gert samkomulag við Pfizer sem tryggi öllum Ísraelum, eldri en sextán ára, bólusetningu fyrir lok marsmánaðar. Forsætisráðherrann segir að fyrirtækið hafi samþykkt að senda milljónir aukaskammta af bóluefni og þeir fyrstu muni berast á sunnudaginn. 8. janúar 2021 14:53
Stefnir í fjórðu kosningar Ísrael á tveimur árum Útlit er fyrir að halda þurfi nýjar þingkosningar í Ísrael. Stjórnarandstöðufrumvarp um að slíta þingi var samþykkt á þinginu, Knesset, í dag. Þetta var þó einungis fyrsta umræða um frumvarpið. 2. desember 2020 15:02
Réttarhöld yfir Netanjahú hefjast í dag Réttarhöld yfir Benjamín Netanjahú, einum tveggja eiginlegra forsætisráðherra Ísraels, hefjast í dag. Netanjahú er ákærður fyrir að þiggja mútur í formi jákvæðrar umfjöllunar um sig og gjafa frá valdamiklum viðskiptamönnum. 24. maí 2020 07:35