Erlent

Níu látnir og 140 saknað eftir að stórt jökulbrot hrundi úr Himalayafjöllum

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Vitni hafa lýst miklum hamförum þegar brotið hrundi sem leiddi til mikils flóðs niður árdal.
Vitni hafa lýst miklum hamförum þegar brotið hrundi sem leiddi til mikils flóðs niður árdal. AP

Níu eru látnir og 140 saknað eftir að stórt jökulbrot hrundi úr jökli í Himalayafjöllum í morgun. AP fréttaveitan greinir frá.

Mikil flóð fylgdu í kjölfarið sem leiddi til þess að þorp voru rýmd. Rishiganga vatnsaflsvirkjunin eyðilagðist og Dhauliganga virkjunin skemmdist í flóðunum. Vitni hafa lýst miklum hamförum þegar brotið hrundi sem leiddi til mikils flóðs niður árdal.

Björgunaraðgerðir hafa staðið yfir í dag og var flugher Pakistan til taks. Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar einum var bjargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×