Sýnileiki skilar árangri Motíf auglýsingavörur 5. febrúar 2021 14:44 Guðrún Anna Magnúsdóttir grafískur hönnuður og eigandi Motif auglýsingavörur. Vilhelm Guðrún Anna Magnúsdóttir rekur Motif auglýsingavörur. Hún segir merktar gjafir sniðuga leið til markaðssetningar og auki velvild í garð fyrirtækja. „Sérmerktar vörur eru skemmtileg leið til að kynna fyrirtæki eða vörumerki,“ segir Guðrún Anna Magnúsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi Motif auglýsingavörur en Guðrún rekur einnig auglýsingastofuna Grafika. „Í markaðsfræðunum er talað um að það þurfi 5-7 skipti af sýnileika til að fólk fari að þekkja vörumerki og því skiptir miklu máli að vörumerkið sjáist sem víðast og endurtekið í umhverfinu til að nálgast það markmið. Merktar auglýsingavörur koma sterkar inn til viðbótar við annað markaðsstarf. Auglýsing á merktri vöru er lengi í umferð og góð kynning,“ segir Guðrún og bætir við að annað markaðsstarf geti falist í auglýsingaherferðum í sjónvarpi, blöðum, útvarpi og á netmiðlum eða í „maður á mann“ sölumennsku. „Rannsóknir erlendis sýna að 83 % neytenda vilja gjarnan fá merktar vörur að gjöf og 41% fólks sem fær merktar gjafir notar hlutinn í 1 til 4 ár. Merktar gjafir auka einnig velvild til viðkomandi fyrirtækis því fólki finnst gaman að fá eitthvað gefins og er því líklegra til að skipta við fyrirtækið í framtíðinni. Ég segi að auglýsingavörur séu langtíma markaðssetning.“ Vatnsflöskur og höfuð/hálsklútar vinsælir Motif flytur inn úrval af vörum sem fyrirtæki og félög geta fengið sérmerkt með lógói. Einnig útfærir Guðrún merkingar og munstur sé þess óskað. Merktar vatnsflöskur og höfuð/hálsklútar eru t.d mjög vinsælar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina að sögn Guðrúnar. „Við erum með góðar tvöfaldar vatnsflöskur úr áli sem halda köldu eða heitu og einnig fallegar mattar vatnsflöskur(álbrúsa) sem eru mjög vinsælar. Margir eru að gera sér grein fyrir því að það er umhverfisvænt í sjálfu sér að nota fjölnota vörur og draga þannig úr notkun einnota umbúða. En svo seljum við einnig vörur úr umhverfisvænu efni og eigum meðal annars ýmislegt úr bambus og öðrum umhverfisvænum trefjum. Aðrar vinsælar vörur eru pennar, bollar, bækur, möppur, seglar og barmmerki. Við látum merkja vörurnar erlendis og getum útvegað yfir fimm þúsund vörutegundir. Biðtími getur verið frá 8-10 dögum upp í 3-4 vikur, eftir því hve mikið magn er pantað og hver lagerstaða er hjá birgjum en við miðum við að lágmarkspantanir telji um 50 til 100 stykki. Sem grafískur hönnuður passa ég vel upp á að lógó þeirra sem eru að kaupa skili sér vel á vörunni, laga lógóin ef þarf, fer yfir allar teikningar og teikna einnig sjálf munstur t.d. á höfuð/hálsklúta ef þess er óskað. Einnig er hægt að panta ómerktar vörur til endursölu.“ Einfalt að panta Guðrún leggur mikið upp úr góðri þjónustu og persónulegri ráðgjöf. „Á heimasíðunni okkar motif.is er mikið úrval. Þar hægt að skoða hverja vöru og senda inn fyrirspurnir sem við reynum að svara samdægurs. Við hvetjum fólk líka til að taka upp símann og hringja í okkur og fá upplýsingar.“ Vinnustaðamenning Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Sérmerktar vörur eru skemmtileg leið til að kynna fyrirtæki eða vörumerki,“ segir Guðrún Anna Magnúsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi Motif auglýsingavörur en Guðrún rekur einnig auglýsingastofuna Grafika. „Í markaðsfræðunum er talað um að það þurfi 5-7 skipti af sýnileika til að fólk fari að þekkja vörumerki og því skiptir miklu máli að vörumerkið sjáist sem víðast og endurtekið í umhverfinu til að nálgast það markmið. Merktar auglýsingavörur koma sterkar inn til viðbótar við annað markaðsstarf. Auglýsing á merktri vöru er lengi í umferð og góð kynning,“ segir Guðrún og bætir við að annað markaðsstarf geti falist í auglýsingaherferðum í sjónvarpi, blöðum, útvarpi og á netmiðlum eða í „maður á mann“ sölumennsku. „Rannsóknir erlendis sýna að 83 % neytenda vilja gjarnan fá merktar vörur að gjöf og 41% fólks sem fær merktar gjafir notar hlutinn í 1 til 4 ár. Merktar gjafir auka einnig velvild til viðkomandi fyrirtækis því fólki finnst gaman að fá eitthvað gefins og er því líklegra til að skipta við fyrirtækið í framtíðinni. Ég segi að auglýsingavörur séu langtíma markaðssetning.“ Vatnsflöskur og höfuð/hálsklútar vinsælir Motif flytur inn úrval af vörum sem fyrirtæki og félög geta fengið sérmerkt með lógói. Einnig útfærir Guðrún merkingar og munstur sé þess óskað. Merktar vatnsflöskur og höfuð/hálsklútar eru t.d mjög vinsælar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina að sögn Guðrúnar. „Við erum með góðar tvöfaldar vatnsflöskur úr áli sem halda köldu eða heitu og einnig fallegar mattar vatnsflöskur(álbrúsa) sem eru mjög vinsælar. Margir eru að gera sér grein fyrir því að það er umhverfisvænt í sjálfu sér að nota fjölnota vörur og draga þannig úr notkun einnota umbúða. En svo seljum við einnig vörur úr umhverfisvænu efni og eigum meðal annars ýmislegt úr bambus og öðrum umhverfisvænum trefjum. Aðrar vinsælar vörur eru pennar, bollar, bækur, möppur, seglar og barmmerki. Við látum merkja vörurnar erlendis og getum útvegað yfir fimm þúsund vörutegundir. Biðtími getur verið frá 8-10 dögum upp í 3-4 vikur, eftir því hve mikið magn er pantað og hver lagerstaða er hjá birgjum en við miðum við að lágmarkspantanir telji um 50 til 100 stykki. Sem grafískur hönnuður passa ég vel upp á að lógó þeirra sem eru að kaupa skili sér vel á vörunni, laga lógóin ef þarf, fer yfir allar teikningar og teikna einnig sjálf munstur t.d. á höfuð/hálsklúta ef þess er óskað. Einnig er hægt að panta ómerktar vörur til endursölu.“ Einfalt að panta Guðrún leggur mikið upp úr góðri þjónustu og persónulegri ráðgjöf. „Á heimasíðunni okkar motif.is er mikið úrval. Þar hægt að skoða hverja vöru og senda inn fyrirspurnir sem við reynum að svara samdægurs. Við hvetjum fólk líka til að taka upp símann og hringja í okkur og fá upplýsingar.“
Vinnustaðamenning Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira