Af hverju er aldur það eina sem skiptir máli? Íris Eva Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Núverandi skólakerfi er skipulagt að stærstu leiti út frá einni staðreynd; aldri nemenda. Afhverju? Að skipuleggja skólastarf út frá þeirri staðreynd; að öll börn sem eru jafn gömul eiga að geta það sama. Þýðir í raun að við séum búin að ákveða að búa til tíu börn, fimmu börn og fallbörn. Þetta er kannski ekki meðvituð ákvörðun, en ákvörðun engu að síður. Því að í núverandi uppbyggingu skólastarfs kennum við námsefni í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Þá er prófað út úr námsefninu. Svo halda allir áfram í næsta námsefni óháð því hvernig börnin stóðu sig. Hverjar eru líkurnar á því að barn sem fékk fimm, sem kann þá væntanlega bara helminginn af námsefninu, geti allt í einu allt námsefnið sem á eftir kemur? Það námsefni byggir að öllum líkindum ofan á fyrra námsefni og því skilningi á því. Nemandi sem ekki nær að minnsta kosti meirihluta námsefnisins sem prófað er úr, er búinn að sýna fram á að búa ekki yfir grunninum sem þarf til að halda áfram. Áfram höldum við samt. Óbeint er kerfið þá að segja stórum hluta nemenda. Þú stendur þig ekki nógu vel. Þú ert ekki góður námsmaður. Smám saman minnkar sjálfstraust nemenda og þau fara að trúa því. Þessir sömu nemendur gætu eflaust staðið sig miklu betur ef þeim væri gefinn tími til að byggja nógu góðan grunn. Grunn sem þeir gætu þá byggt ofan á. Á sama tíma hjálpar kerfið ekki heldur börnum sem hafa burði til að vera framúrskarandi. Því þau börn ná viðmiðunum og þurfa því ekki hjálp. Þau fá því ekki tækifæri til þess að halda áfram, ögra sér og ná enn betri árangri. Við vitum að börn eru eins fjölbreytt og þau eru mörg enda gerum við ekki þá kröfu til barna, að vera eins, á neinum öðrum stað en í skólakerfinu. Það má til dæmis benda á að börn byrja að ganga á mismunandi aldri. Sum börn byrja að ganga um 9 mánaða aldur en önnur 18 mánaða. Átján mánaða gamalt barn er tvöfalt eldra en níu mánaða, en það telst samt alveg eðlilegt. Viðbrögð skólakerfisins við slíku fráviki væri á borð við það að við myndum ýta barni sem sýnir burði til að byrja að labba við níu mánaða eða fyrr og segja; ,,Bíddu, skríddu aðeins lengur. Það er ekki kominn tími til að þú kunnir að labba”. Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Við styðjum það barn áfram þar til það er farið að hlaupa. Við bendum heldur ekki á barn sem skríður enn við 16 mánaða aldur og segjum; ,,Þú átt að vera byrjað að labba. Afhverju getur þú ekki gert það sem önnur börn gera?”. Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Við réttum því barni báðar hendurnar og styðjum það þar til barnið er tilbúið að sleppa takinu og labba óstutt. Börn byrja líka að tala, hætta með bleyjur, nota kopp og klósett á mjög ólíkum tíma. Afhverju ætlumst við þá til þess að allt í einu, við sex ára aldur að öll börn geti staðist samsvarandi kröfur og sýnt fram á sömu hæfni? Ég vil taka það fram að ég tel alls ekki að það sé vegna vanhæfni eða lélegra vinnubragða þess fólks sem vinnur í skólakerfinu okkar. Þvert á móti. Ég tel að kennarar og aðrir aðilar sem starfa í skólakerfinu sé að reyna að gera sitt allra besta. Tólin sem þau fá til að vinna með eru hinsvegar algerlega óviðunandi. Tækni og gagnadrifin tól hafa umbylt nánast öllum öðrum iðnaði. Afhverju ekki skólakerfinu? Skólakerfið situr eftir með tól sem heyra fortíðinni til. Nemendur horfa á þetta rof og sjá sjálfir að kennsluhættirnir þjóna ekki þróun samtímans en eiga samt að trúa að ástæðan fyrir því að þeir eiga að leggja sig fram í skóla sé, að þetta kerfi sé að undirbúa þau fyrir framtíðina. Í dag búum við yfir tækni og gagnadrifnum tólum sem gætu gert okkur kleift að umbylta skólakerfinu. Ef kennarar hefðu gagnagreinandi tól. Tól sem safna og lesa svör nemenda. Greina getu þeirra í rauntíma. Ekki bara á prófum heldur í gegnum allt námið. Sjálfvirkt símat. Þá gætu kennarar, byggt á haldbærum gögnum, veitt öllum nemendum einstaklingsmiðað námsefni sem hæfir getu hvers nemenda með miklu árangursríkari og skilvirkari hætti. Þannig væri hægt að hámarka árangur hvers og eins nemanda. Ég tel að við höfum ekki efni á því að ætla skólakerfinu að halda áfram án umbóta á þessu sviði. Námsárangur barna fer hríðfallandi. Á tveimur áratugum hefur nemendum sem ekki geta lesið sér til gagns, né sýnt fram á hæfilega náttúru- og stærðfræðikunnáttu, við lok grunnskólagöngu sinnar fjölgað úr 15% í 26%. Staðan í dag er því sú að einn af hverjum fjórum nemendum sem fer í gegnum grunnskólakerfið fellur. Við megum því engan tíma missa. Við verðum að nútímavæða skólakerfið. Veitum skólakerfinu og kennurum tól í takt við nútímann. Aðeins þá getum við hætt að láta aldur barna vera grundvallarforsendu menntunar og farið að láta menntun barna snúast um það sem skiptir öllu máli. Þekkingu og vöxt nemenda. Raunverulegt einstaklingsmiðað nám. Látum þekkingu vera þann þátt í skólakerfinu sem skiptir mestu máli, en ekki aldur. Þá getum við skapað þekkingu hjá öllum og tryggt að allir geti búið sér og þjóðfélaginu öllu betri framtíðarmöguleika í síbreytilegum heimi. Höfundur er stofnandi Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Sjá meira
Núverandi skólakerfi er skipulagt að stærstu leiti út frá einni staðreynd; aldri nemenda. Afhverju? Að skipuleggja skólastarf út frá þeirri staðreynd; að öll börn sem eru jafn gömul eiga að geta það sama. Þýðir í raun að við séum búin að ákveða að búa til tíu börn, fimmu börn og fallbörn. Þetta er kannski ekki meðvituð ákvörðun, en ákvörðun engu að síður. Því að í núverandi uppbyggingu skólastarfs kennum við námsefni í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Þá er prófað út úr námsefninu. Svo halda allir áfram í næsta námsefni óháð því hvernig börnin stóðu sig. Hverjar eru líkurnar á því að barn sem fékk fimm, sem kann þá væntanlega bara helminginn af námsefninu, geti allt í einu allt námsefnið sem á eftir kemur? Það námsefni byggir að öllum líkindum ofan á fyrra námsefni og því skilningi á því. Nemandi sem ekki nær að minnsta kosti meirihluta námsefnisins sem prófað er úr, er búinn að sýna fram á að búa ekki yfir grunninum sem þarf til að halda áfram. Áfram höldum við samt. Óbeint er kerfið þá að segja stórum hluta nemenda. Þú stendur þig ekki nógu vel. Þú ert ekki góður námsmaður. Smám saman minnkar sjálfstraust nemenda og þau fara að trúa því. Þessir sömu nemendur gætu eflaust staðið sig miklu betur ef þeim væri gefinn tími til að byggja nógu góðan grunn. Grunn sem þeir gætu þá byggt ofan á. Á sama tíma hjálpar kerfið ekki heldur börnum sem hafa burði til að vera framúrskarandi. Því þau börn ná viðmiðunum og þurfa því ekki hjálp. Þau fá því ekki tækifæri til þess að halda áfram, ögra sér og ná enn betri árangri. Við vitum að börn eru eins fjölbreytt og þau eru mörg enda gerum við ekki þá kröfu til barna, að vera eins, á neinum öðrum stað en í skólakerfinu. Það má til dæmis benda á að börn byrja að ganga á mismunandi aldri. Sum börn byrja að ganga um 9 mánaða aldur en önnur 18 mánaða. Átján mánaða gamalt barn er tvöfalt eldra en níu mánaða, en það telst samt alveg eðlilegt. Viðbrögð skólakerfisins við slíku fráviki væri á borð við það að við myndum ýta barni sem sýnir burði til að byrja að labba við níu mánaða eða fyrr og segja; ,,Bíddu, skríddu aðeins lengur. Það er ekki kominn tími til að þú kunnir að labba”. Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Við styðjum það barn áfram þar til það er farið að hlaupa. Við bendum heldur ekki á barn sem skríður enn við 16 mánaða aldur og segjum; ,,Þú átt að vera byrjað að labba. Afhverju getur þú ekki gert það sem önnur börn gera?”. Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Við réttum því barni báðar hendurnar og styðjum það þar til barnið er tilbúið að sleppa takinu og labba óstutt. Börn byrja líka að tala, hætta með bleyjur, nota kopp og klósett á mjög ólíkum tíma. Afhverju ætlumst við þá til þess að allt í einu, við sex ára aldur að öll börn geti staðist samsvarandi kröfur og sýnt fram á sömu hæfni? Ég vil taka það fram að ég tel alls ekki að það sé vegna vanhæfni eða lélegra vinnubragða þess fólks sem vinnur í skólakerfinu okkar. Þvert á móti. Ég tel að kennarar og aðrir aðilar sem starfa í skólakerfinu sé að reyna að gera sitt allra besta. Tólin sem þau fá til að vinna með eru hinsvegar algerlega óviðunandi. Tækni og gagnadrifin tól hafa umbylt nánast öllum öðrum iðnaði. Afhverju ekki skólakerfinu? Skólakerfið situr eftir með tól sem heyra fortíðinni til. Nemendur horfa á þetta rof og sjá sjálfir að kennsluhættirnir þjóna ekki þróun samtímans en eiga samt að trúa að ástæðan fyrir því að þeir eiga að leggja sig fram í skóla sé, að þetta kerfi sé að undirbúa þau fyrir framtíðina. Í dag búum við yfir tækni og gagnadrifnum tólum sem gætu gert okkur kleift að umbylta skólakerfinu. Ef kennarar hefðu gagnagreinandi tól. Tól sem safna og lesa svör nemenda. Greina getu þeirra í rauntíma. Ekki bara á prófum heldur í gegnum allt námið. Sjálfvirkt símat. Þá gætu kennarar, byggt á haldbærum gögnum, veitt öllum nemendum einstaklingsmiðað námsefni sem hæfir getu hvers nemenda með miklu árangursríkari og skilvirkari hætti. Þannig væri hægt að hámarka árangur hvers og eins nemanda. Ég tel að við höfum ekki efni á því að ætla skólakerfinu að halda áfram án umbóta á þessu sviði. Námsárangur barna fer hríðfallandi. Á tveimur áratugum hefur nemendum sem ekki geta lesið sér til gagns, né sýnt fram á hæfilega náttúru- og stærðfræðikunnáttu, við lok grunnskólagöngu sinnar fjölgað úr 15% í 26%. Staðan í dag er því sú að einn af hverjum fjórum nemendum sem fer í gegnum grunnskólakerfið fellur. Við megum því engan tíma missa. Við verðum að nútímavæða skólakerfið. Veitum skólakerfinu og kennurum tól í takt við nútímann. Aðeins þá getum við hætt að láta aldur barna vera grundvallarforsendu menntunar og farið að láta menntun barna snúast um það sem skiptir öllu máli. Þekkingu og vöxt nemenda. Raunverulegt einstaklingsmiðað nám. Látum þekkingu vera þann þátt í skólakerfinu sem skiptir mestu máli, en ekki aldur. Þá getum við skapað þekkingu hjá öllum og tryggt að allir geti búið sér og þjóðfélaginu öllu betri framtíðarmöguleika í síbreytilegum heimi. Höfundur er stofnandi Evolytes.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar