Navalní aftur í dómsal Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2021 08:55 Alexei Navalní í dómsal í vikunni þegar hann var dæmdur til tæplega þriggja ára vistar í fanganýlendu. EPA/Dómstól Moskvu Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. Fangelsisdómur og málsmeðferð Navalní, auk því fjöldahandtaka mótmælenda, hefur leitt til ákalla varðandi refsiaðgerðir í garð Rússlands. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Málið snýr að kæru gegn Navalní fyrir ummæli hans um eldri mann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði tekið þátt í kynningarmyndbandi um stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútíns, forseta, sem gerðu honum kleift að sitja í embætti forseta til 2036. Navalní kallaði uppgjafahermanninn og aðra sem tóku þátt í myndbandinu skammarlega, samviskulausa og svikara. Fyrir það var hann ákærður en réttarhöldunum gegn honum hefur ítrekað verið frestað vegna þess að Navalní hefur haldið til í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hámarksrefsing við broti sem þessu er tvö ár í fangelsi. Lögmenn Navalnís segja þó samkvæmt Reuters að ekki sé hægt að dæma hann í fangelsi, því hið meinta brot hafi átt sér stað áður en meiðyrðalögum var breytt og refsingar þyngdar. Samkvæmt frétt Moscow Times hafa bandamenn Navalnís ákveðið að halda ekki frekari mótmæli fyrr en í vor. Það er af ótta við frekari fjöldahandtökur og ofbeldi í garð mótmælenda og sömuleiðis þess að þeir vilji einbeita sér við undirbúning fyrir þingkosningar sem halda á í september. Fleiri en tíu þúsund manns hafa verið handteknir vegna mótmæla undanfarnar vikur. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Miðillinn hefur eftir Leonid Volkov, einum nánasta samstarfsmanni Navalnís, að það sé það sem hann vilji. Sagðist líða eins og hann væri frjásl Í skilaboðum sem birt voru á Instagramsíðu Navalnís í gær voru stuðningsmenn hans hvattir til að berjast fyrir frjálsu Rússlandi og ráðamenn þar í landi sakaðir um að vera þjófar. Hann sagði að þeir myndu einungis halda völdum sínum ef Rússar væru hræddir við þá. Navalní sakaði einnig Pútín og öryggissveitir Rússlands um að bera ábyrgð á eitrun hans. Í skilaboðunum sagði Navalní einnig að honum liði eins og frjálsum manni, því hann væri sannfærður um að hann væri að gera það sem væri rétt og vegna þess stuðnings sem hann hafi notið. View this post on Instagram A post shared by (@navalny) Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Nærri 1400 manns voru handteknir í Rússlandi í gær eftir mótmæli í kjölfar fangelsisdóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Líkt og um helgina kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 3. febrúar 2021 06:45 Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. 2. febrúar 2021 20:02 Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2. febrúar 2021 17:32 Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Fangelsisdómur og málsmeðferð Navalní, auk því fjöldahandtaka mótmælenda, hefur leitt til ákalla varðandi refsiaðgerðir í garð Rússlands. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Málið snýr að kæru gegn Navalní fyrir ummæli hans um eldri mann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Sá hafði tekið þátt í kynningarmyndbandi um stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútíns, forseta, sem gerðu honum kleift að sitja í embætti forseta til 2036. Navalní kallaði uppgjafahermanninn og aðra sem tóku þátt í myndbandinu skammarlega, samviskulausa og svikara. Fyrir það var hann ákærður en réttarhöldunum gegn honum hefur ítrekað verið frestað vegna þess að Navalní hefur haldið til í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í fyrra. Sjá einnig: Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Hámarksrefsing við broti sem þessu er tvö ár í fangelsi. Lögmenn Navalnís segja þó samkvæmt Reuters að ekki sé hægt að dæma hann í fangelsi, því hið meinta brot hafi átt sér stað áður en meiðyrðalögum var breytt og refsingar þyngdar. Samkvæmt frétt Moscow Times hafa bandamenn Navalnís ákveðið að halda ekki frekari mótmæli fyrr en í vor. Það er af ótta við frekari fjöldahandtökur og ofbeldi í garð mótmælenda og sömuleiðis þess að þeir vilji einbeita sér við undirbúning fyrir þingkosningar sem halda á í september. Fleiri en tíu þúsund manns hafa verið handteknir vegna mótmæla undanfarnar vikur. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Miðillinn hefur eftir Leonid Volkov, einum nánasta samstarfsmanni Navalnís, að það sé það sem hann vilji. Sagðist líða eins og hann væri frjásl Í skilaboðum sem birt voru á Instagramsíðu Navalnís í gær voru stuðningsmenn hans hvattir til að berjast fyrir frjálsu Rússlandi og ráðamenn þar í landi sakaðir um að vera þjófar. Hann sagði að þeir myndu einungis halda völdum sínum ef Rússar væru hræddir við þá. Navalní sakaði einnig Pútín og öryggissveitir Rússlands um að bera ábyrgð á eitrun hans. Í skilaboðunum sagði Navalní einnig að honum liði eins og frjálsum manni, því hann væri sannfærður um að hann væri að gera það sem væri rétt og vegna þess stuðnings sem hann hafi notið. View this post on Instagram A post shared by (@navalny)
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Nærri 1400 manns voru handteknir í Rússlandi í gær eftir mótmæli í kjölfar fangelsisdóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Líkt og um helgina kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 3. febrúar 2021 06:45 Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. 2. febrúar 2021 20:02 Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2. febrúar 2021 17:32 Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Meira en þúsund manns handteknir í mótmælum í Rússlandi Nærri 1400 manns voru handteknir í Rússlandi í gær eftir mótmæli í kjölfar fangelsisdóms yfir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Líkt og um helgina kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 3. febrúar 2021 06:45
Fordæmir dóminn yfir Navalní Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð. 2. febrúar 2021 20:02
Navalní sakfelldur í Moskvu Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár. 2. febrúar 2021 17:32
Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. 2. febrúar 2021 11:11
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51