Leggur Conor McGregor enn illa bólginn eftir bardagann við Poirier Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2021 09:01 Conor McGregor sést hér eftir tapið á móti Dustin Poirier en hægri leggurinn hans átti eftir að bólgna miklu miklu meira á næstu klukkutímunum á eftir. Getty/Jeff Bottari Við höfum heyrt talað um akkilesarhæl en kannski er líka hægt að tala um „akkilesarlegg“ hjá írska bardagamanninum Conor McGregor eftir frekar óvænt tap í síðasta bardaga. Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier. MMA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans. Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum. Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði. No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021 McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum. „Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað. Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast. Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021 Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga. Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier.
MMA Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira