Það eru tvær vikur síðan að Conor McGregor tapaði á móti Dustin Poirier en hann er enn að glíma við eftirmála bardagans.
Taktík Dustin Poirier að einblína á legginn hans McGregor gekk upp. Poirier náði átján spörkum í legg Írans sem endaði með því að hann gaf sig undan honum.
Conor McGregor fór í gólfið og um leið opnaðist sóknarfærið fyrir Poirier til að klára bardagann sem og hann gerði.
No wonder Notorious was given such a lengthy medical suspension - this looks brutal #UFC #UFC257 https://t.co/s2iwj7yhXT
— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 4, 2021
McGregor hafði ekki litið illa út framan af bardaganum en honum tókst ekki að klára Poirier og tapaði á tæknilegu rothöggi.
Conor McGregor sýndi fylgjendum sínum nýjustu stöðuna á leggnum á samfélagsmiðlum sínum.
„Leggurinn minn er algjörlega dauður og þó að ég héldi að hann væri að ráða við spörkin frá Poirier þá gaf hann sig. Ég brást ekki rétt við og þannig er það. Dustin fær hrós fyrir það,“ sagði Conor McGregor um taktíkina sem felldi hann umfram allt annað.
Það má sjá vel á myndinni af stöðunni á legg Conor McGregor að hann er ennþá mjög bólginn tveimur vikum eftir bardagann. Þar kom líka fram að taug í fæti hans hefði laskast.
Conor McGregor gives detailed tactical breakdown of his stunning loss against Dustin Poirier https://t.co/mecwMcqDCW pic.twitter.com/G3Fw0oDKds
— MailOnline Sport (@MailSport) February 4, 2021
Það er því ekkert skrýtið að læknalið UFC hafði ákveðið að Conor McGregor þyrfti sex mánaða hvíld til að jafna sig á meðferðinni í þessum bardaga.
Það búast líka flestir við að sjá Conor koma aftur og heimta annan bardaga á móti umræddum Dustin Poirier.