Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 23:30 Frá loftslagsmótmælum í París 2015. EPA/ETIENNE LAURENT Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“ Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Það voru fern umhverfisverndarsamtök sem höfðuðu málið á hendur ríkinu eftir að safnast höfðu 2,3 milljónir undirskrifta frá almenningi. Dómurinn kveður á um réttindi til bóta vegna „vistfræðilegs tjóns“ og samkvæmt dómnum á ríkið að sæta ábyrgð vegna hluta tjóns ef ríkið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, en ítarlega er fjallað um niðurstöðu dómsins í frétt Guardian. „Þetta er sögulegur sigur í baráttunni fyrir réttlæti í loftslagsmálum. Ákvörðunin tekur ekki aðeins til greina það sem vísindamenn segja og það sem fólkið vill fá út úr stefnu franskra stjórnvalda, heldur ætti það líka að veita fólki um allan heim innblástur til að láta yfirvöld í sínu landi sæta ábyrgð vegna loftslagsbreytinga fyrir rétti,“ segir Jean-François Julliard, framkvæmdastjóri Greenpeace í Frakklandi, en Greenpeace er eitt samtakanna fjögurra sem höfðuðu málið. Hann segir að dómnum verði beitt til þess að þrýsta á franska ríkið um að grípa til aðgerða vegna neyðarástands í loftslagsmálum. Kollegar hans hjá hinum þremur samtökunum taka í svipaðan streng. „Þetta er sigur fyrir allt fólk sem þegar eru að upplifa alvarlegar afleiðingar loftslagsvandans sem leiðtogum okkar mistekst að takast á við. Það er kominn tími fyrir réttlæti,“ segir Cécilia Rinaudo, sem fer fyrir samtökunum Notre Affaire à Tous, sem á íslensku mætti þýða „Sem kemur okkur öllum við.“
Frakkland Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira