Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2021 21:13 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Freyju Egilsdóttur að bana hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Getty Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp. Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Ekstra Bladet greinir frá þessu nú í kvöld en líkt og fram hefur komið játaði 51 árs gamall eiginmaður Freyju í dag að hafa orðið henni að bana. Þau höfðu þó nýverið slitið samvistum en saman áttu þau tvö ung börn. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet, sem kveðst hafa upplýsingar frá nokkrum heimildarmönnum, varð maðurinn tvítugri barnsmóður sinni að bana þann 23. nóvember 1995. Þau áttu saman son sem þá var tveggja ára gamall. Fjallað var um málið í dönskum fjölmiðlum á sínum tíma en hann mun hafa veitt konunni átján stungusár sem drógu hana til dauða. Morðið árið 1995 átti sér stað í íbúð ungu konunnar í Kildegaardsparke í Odder, sem er nokkrum kílómetrum frá heimili Freyju Egilsdóttur í Malling þar sem hún fannst látin. Samkvæmt frétt Ekstra Bladet fannst lík konunnar árið 1995 mjög illa leikið í stofunni á íbúð hennar þar sem ummerki voru um að átök hafi átt sér stað. Sama kvöld mun maðurinn hafa verið handtekinn á heimili föður síns í útjaðri Árósa. Maðurinn mun hafa sagt við föður sinn að hann hafi „gert eitthvað hrikalegt“ og hafði faðir hans þá samband við lögregluna í Skanderborg. Maðurinn, sem þá var 26 ára, er sagður hafa farið með þá tveggja ára son sinn til dagmömmu eftir að hafa drepið móðurina og síðan haldið áfram til Árósa. Lögreglu grunar að morðvopnið hafi verið beittur eldhúshnífur. Fyrir dómi sagðist maðurinn á sínum tíma ekki hafa viljað verða henni að bana, hann hafi veðrast upp í tengslum við foreldrafund vegna sonar hans. Hann var aftur á móti dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp.
Danmörk Lögreglumál Morð í Malling Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent