Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2021 12:37 Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. Þann 19. janúar, á síðasta degi ríkisstjórnar Donalds Trump, sakaði Pompeo Kínverja um þjóðarmorð. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bidens, hefur sagst sammála Pompeo. Sjá einnig: Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Á nokkrum árum hefur héraðið farið úr því að vera með fæðingartíðni sem er með þeim hæstu í Kína, í það að vera meðal þeirra héraða sem eru með lægsta fæðingartíðni. Ríkið hefur verið sakað um að þvinga konu í fóstureyðingar og ef konur eiga mörg börn eru þær sendar í þessar búðir. Yfirvöld í Kína hafa þó lýst búðunum sem endurmenntunar- og starfsþjálfunarbúðum. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Kommúnistaflokksins í Xinjiang, sem tók nýverið þátt í blaðamannafundi, að með yfirlýsingu sinni hafi Pompeo verið verið að leggja jarðsprengjur í viðræður Kína og Biden-liða. Lýsti hann yfirlýsingu Pompeo sem lygi aldarinnar. Kallaði hann, og aðrir, Pompeo rottu og versta utanríkisráðherra í sögunni. Frá blaðamannafundinum umrædda. Embættismenn sem þar komu fram skiptust á að hafna ásökunum um slæma meðferð á Úígúrum, sem Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um.AP/ANdy Wong Samkvæmt fréttaveitunni tók þessi blaðamannafundur um tvær klukkustundir og er honum lýst á þann veg að þétt hafi verið haldið um taumana þar. Talsmaðurinn og aðrir skiptust þar á að neita ásökunum um þrælkunarvinnu, geldingar og annað. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki AP segir ríkissjórn Bidens vera að móta stefnu gagnvart Kína, sem margir greinendur sjái sem helsta keppinaut Bandaríkjanna um þessar mundir. Útlit sé þó fyrir að Biden muni ekki láta af þeim þrýstingi sem Trump hefur beitt gegn Kína á undanförnum árum.Eftir blaðamannafundinn, neituðu þeir sem tóku þátt í honum að veita frekari upplýsingar um sig eða upplýsingar um hvernig hægt væri að ræða frekar við þau. Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Halda heræfingar og vara við köldu stríði Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. 26. janúar 2021 11:51 Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25. janúar 2021 10:18 Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þann 19. janúar, á síðasta degi ríkisstjórnar Donalds Trump, sakaði Pompeo Kínverja um þjóðarmorð. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bidens, hefur sagst sammála Pompeo. Sjá einnig: Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Kínverjar hafa í nokkur ár verið sakaðir af mannréttindasamtökum og Sameinuðu þjóðunum um að reka fangabúðir í Xinjiang héraði og að þar hafi hundruð þúsunda Úígúra og aðrir múslimar sætt pyntingum, þrælkunarvinnu, heilaþvætti og jafnvel geldingum. Á nokkrum árum hefur héraðið farið úr því að vera með fæðingartíðni sem er með þeim hæstu í Kína, í það að vera meðal þeirra héraða sem eru með lægsta fæðingartíðni. Ríkið hefur verið sakað um að þvinga konu í fóstureyðingar og ef konur eiga mörg börn eru þær sendar í þessar búðir. Yfirvöld í Kína hafa þó lýst búðunum sem endurmenntunar- og starfsþjálfunarbúðum. AP fréttaveitan hefur eftir talsmanni Kommúnistaflokksins í Xinjiang, sem tók nýverið þátt í blaðamannafundi, að með yfirlýsingu sinni hafi Pompeo verið verið að leggja jarðsprengjur í viðræður Kína og Biden-liða. Lýsti hann yfirlýsingu Pompeo sem lygi aldarinnar. Kallaði hann, og aðrir, Pompeo rottu og versta utanríkisráðherra í sögunni. Frá blaðamannafundinum umrædda. Embættismenn sem þar komu fram skiptust á að hafna ásökunum um slæma meðferð á Úígúrum, sem Kínverjar hafa lengi verið sakaðir um.AP/ANdy Wong Samkvæmt fréttaveitunni tók þessi blaðamannafundur um tvær klukkustundir og er honum lýst á þann veg að þétt hafi verið haldið um taumana þar. Talsmaðurinn og aðrir skiptust þar á að neita ásökunum um þrælkunarvinnu, geldingar og annað. Sjá einnig: Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki AP segir ríkissjórn Bidens vera að móta stefnu gagnvart Kína, sem margir greinendur sjái sem helsta keppinaut Bandaríkjanna um þessar mundir. Útlit sé þó fyrir að Biden muni ekki láta af þeim þrýstingi sem Trump hefur beitt gegn Kína á undanförnum árum.Eftir blaðamannafundinn, neituðu þeir sem tóku þátt í honum að veita frekari upplýsingar um sig eða upplýsingar um hvernig hægt væri að ræða frekar við þau.
Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00 „Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36 Halda heræfingar og vara við köldu stríði Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. 26. janúar 2021 11:51 Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25. janúar 2021 10:18 Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Eins og nýjasti þátturinn í gamalli sjónvarpsseríu Stjórnvöld í Kína vara við stríði ef yfirvöld í Taívan sækja í átt að sjálfstæði. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Kínverja vera að þreifa fyrir sér. 29. janúar 2021 20:00
„Sjálfstæði Taívans þýðir stríð“ Yfirvöld Kína hafa hert orðræðu sína gagnvart Taívan töluvert. Í dag varaði talsmaður varnarmálaráðuneytis Kína við því að ef ráðamenn í Taívan lýstu yfir sjálfstæði, þýddi það stríð milli ríkjanna. 28. janúar 2021 13:36
Halda heræfingar og vara við köldu stríði Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. 26. janúar 2021 11:51
Ný átök á landamærum Kína og Indlands Aftur hefur komið til átaka milli indverskra og kínverskra hersveita við landamæri ríkjanna. Bæði indverskir og kínverskir hermenn eru sagðir hafa særst í átökunum að því er fram kemur í indverskum fjölmiðlum. 25. janúar 2021 10:18
Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01