„Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2021 12:15 Björgvin Páll hefur verið opinskár um eigin líða og vanda undanfarin ár. Hann hefur ekki farið leynt með að færni í íþróttum hafi hjálpað honum mikið á lífsleiðinni en hann hafi átt erfitt sem barn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta og ólympíuverðlaunahafi hvetur vini sína og fylgjendur til að senda sér línu ef það er að burðast með eitthvað og finni engan til að ræða við. Enginn eigi að burðast einn með sársauka. Hann hafi fyrst átta ára velt fyrir sér að svipta sig lífi. Hann hafi verið fangi eigin hugsana. Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Björgvin tjáði sig opinskátt á Facebook á föstudaginn eftir að hafa horft á útför vinar síns sem féll fyrir eigin hendi. Björgvin, sem er kominn til landsins eftir keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta, segist hafa grátið í nánast klukkutíma að jarðarförinni lokinni. „Jæja þá hlaut að koma að því að einveran í sóttkví eftir langt stórmót gekk frá mér,“ sagði Björgvin í færslu á Facebook. Björgvin þurfti líkt og aðrir sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með sóttkví á milli eftir komuna heim frá Egyptalandi. „Sjálfsvígstilraunar hafa litað mína æsku mikið eins og einhverjir vita en sjálfur hugsaði ég fyrst um að taka mitt eigið líf 8 ára gamall. Síðustu ár hef ég aldrei óttast dauðann en hinsvegar þegar ég komst á botninn fyrir ekki svo löngu síðan var ég oft hræddur um að ég myndi gera eitthvað sem að mig ekki langaði að gera,“ segir Björgvin. Jæja þa hlaut að koma að þvi að einveran i so ttkvi eftir langt sto rmo t gekk fra me r. Bu inn að gra ta na nast...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Friday, January 29, 2021 „Það sem að bjargaði minni geðheilsu var að tala um hlutina og opna mig með mína vanlíðan. Þetta snýst ekki um hvað maður á eða hvað maður á ekki. Þetta snýst um að vera fangi eigin hugsana.“ Hann segir afar mikilvægt að koma tilfinningum og kvíða oftar í orð. „Ef að einhver minna vina eða fylgjenda er að burðast með eitthvað og finnur engann til þess að deila því með, sendu mér línu. Því að það á enginn að burðast einn með sársauka.“ Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Björgvins og mörg þúsund lesið og þakkað fyrir. Landsliðsmarkverðinum er þakkað fyrir að opna sig um svo alvarlegt málefni. Hann hefur verið óhræddur við að tjá sig um viðkvæm málefni og má minnast umræðu um einelti á haustmánuðum. Björgvin losnaði sjálfur úr sóttkví í gær og deildi með fylgjendum sínum á Facebook þegar hann hitti aftur börnin sín eftir mánaðarfjarveru og líklega tuttugu Covid-19 sýnatökur. Tæpum mánuði og 20 covid testum seinna Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, January 31, 2021 Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Handbolti Geðheilbrigði Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira