Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 09:33 Íbúar á Vetrargarði munu ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar renna út. Vísir/Vilhelm Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira