Stúdentar á Vetrargarði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 09:33 Íbúar á Vetrargarði munu ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar renna út. Vísir/Vilhelm Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara. Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Fram kemur í póstinum frá FS, sem sendur var í gær, að íbúar sem búa í íbúðum, sem gerðar verða upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna, séu hvattir til að þiggja flutning fyrr en síðar. „Ónæði verður óhjákvæmilegt í áfanganum sem verður í upptekt,“ segir í póstinum. Ekki kom fram í póstinum sem sendur var á fimmtudag að íbúar gætu búið í íbúðum sínum á Vetrargörðum það sem eftir er leigusamnings. Íbúar gagnrýndu FS fyrir stuttan fyrirvara en þeir töldu að þeir hefðu aðeins mánuð til þess að pakka saman og flytja áður en framkvæmdir hæfust. Íbúarnir sem búa í íbúðum sem verða gerðar upp í fyrsta áfanga framkvæmdanna munu fá úthlutaðar íbúðir á stúdentagörðum við Skógarveg í Fossvogi. Fram kom í tölvupósti FS sem sendur var á fimmtudag að einhverjir þeirra munu þurfa að taka við íbúðum sem eru annað hvort stærri eða minni en þær sem þeir búa í núna og gætu einhverjir þar af leiðandi þurft að greiða hærri leigu en þeir gera núna. Það virðist þó hafa verið einhver misskilningur. „Íbúum verður ekki gert að flytja í dýrara húsnæði heldur taka þeir ákvörðun sjálfir um hverju þeir sækjast eftir. Uppsett leiguverð verður innheimt af húsnæðinu sem viðkomandi kýs að flytja í. Munum við leggja okkur fram við að koma til móts við íbúa og finna fyrir þá sambærilegar íbúðir á svipuðu verði í því hverfi sem þeir kjósa,“ segir í pósti FS frá því í gær. FS hefur boðað til upplýsingafundar 9. febrúar næstkomandi fyrir íbúa á Vetrargörðum til þess að kynna þeim framkvæmdirnar. Fram kemur í pósti FS að þar hafi staðið til að tilkynna íbúum að vegna óþægindanna vegna framkvæmdanna muni þeim standa til boða leigusamningur til ágúst 2022 óháð skráningu í háskólann, einingaskilum eða hámarksdvalartíma. Þá munu þeir íbúar sem þurfa að yfirgefa íbúðir sínar á Vetrargörðum og kjósa flutning á vegum FS hafa forgang um flutning í þær íbúðir sem þeir búa nú í á Vetrargörðum þegar framkvæmdum lýkur.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda