Út frá ljótum misskilningi hittust Steinunn og Sigurður ekki í 44 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2021 10:30 Steinunn segir magnaða ástarsögu í Íslandi í dag á Stöð 2. Steinunn Helga Hákonardóttur fékk verðlaun fyrir ástarsögu sem hún sendi inn í ástarsögukeppni Morgunblaðsins. Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni. Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Í framhaldinu af því skrifaði hún bók þar sem hún sagði frá þessari reynslu og gaf börnunum sínum og nánum ættingjum. Steinunn vildi upplýsa þau um það sem hún ein vissi, um skilnað hennar við fyrrum eiginmann sinn Sigurð Stefánsson sem kom til vegna hrikalegs misskilnings. Í Íslandi í dag sagði Steinunn frá þessari ástarsögu þegar hún ræddi um málið við Völu Matt. „Þetta er aðallega um mig og Sigga minn því þegar við vorum átján ára gömul vorum við par og ég varð ólétt,“ segir Steinunn en þegar hún var komin sjö mánuði á leið giftu þau Sigurður sig og fóru að búa saman. Grét alla daga „Svo eignumst við dóttur okkar og þetta var bara dásamlegt líf hjá okkur þremur. Siggi fór að keyra rútur og fór í langa túra og ég eitt skiptið þegar hann fór höfðu okkur aðeins sinnast á ákváðum bara að við skildum fá okkur smá pásu. Pásan varð síðan 44 ár.“ Þau hittust ekki næstu 44 árin þrátt fyrir að eiga saman dóttur. Og dóttir þeirra hitti ekki föður sinn. Steinunn og Sigurður hafa verið saman í sjö ár í dag . „Þetta kemur til út frá algjörum misskilningi eða virkilega ljótum misskilningi. Þegar hann kom heim úr einni ferðinni sem hann var búinn að vera í rúman mánuð upp á hálendinu þá bíður hans póstur heima hjá foreldrum hans sem er bréf frá lögfræðingi, mjög harðort bréf sem ég átti að hafa sent honum. Það sem hann gerði var að rífa bréfið og hugsaði með sér, ég skal láta hana Steinunni í friði og hann stóð við það,“ segir Steinunn sem vissi aldrei að þetta bréf hafi verið skrifað. „Þetta bréf hafði mjög nákominn ættingi minn látið senda til hans. Þeir höfðu verið að fá sér í tána og búnir að drekka illa og skrifuðu þetta bréf í sameiningu sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta var mjög sárt og ég set bara alla daga og grét.“ En svo hittust þau fyrir tilviljun 44 árum seinna þegar Steinunn var fráskilin frá seinni manni sínum og Sigurður orðinn ekkill. Og þá gátu þau loks rætt skilnaðinn sem varð vegna þessa hræðilega misskilnings sem sundraði þeim í upphafi. Þau eru nú yfir sig ástfangin aftur og hamingjusöm og njóta lífsins saman. Steinunn vill vekja athygli á því hve mikilvægt er að tala saman og ræða um það sem erfitt er að ræða svo ekki komi upp misskilningur sem leitt geti til óhamingju. Hér að neðan má sjá viðtalið við Steinunni.
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira