Jóhann og Hólmfríður hafa verið trúlofuð frá því í maí 2018 og eiga þau dótturina Írisi fyrir sem fæddist árið 2016. Hólmfríður og Jóhann eru búsett á Bretlandi en Jóhann er þar atvinnumaður í knattspyrnu með Burnley í ensku úrvalsdeildinni.
„Sonur minn fæddist í morgun og við skoruðum þrjú mörk í kvöld. Þvílíkur dagur sem þetta var,“ skrifar Jóhann í Instagram-færslunni þar sem hann tilkynnir fæðingu sonarins.