Hver vegur að heiman er vegurinn heim Jódís Skúladóttir skrifar 27. janúar 2021 11:30 Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar