Mótmæli bænda urðu að óeirðum Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 16:20 Þúsundir bænda mótmæltu á götum Nýju Delí. Margir óku um á traktorum og einhverjir voru jafnvel á hestum. AP/Altaf Qadri Þúsundir indverskra bænda lentu í átökum við lögreglu í Nýju Delí, höfuðborg landsins, í dag. Bændurnir hafa fjölmennt í borginni í nærri því tvo mánuði til að mótmæla nýjum lögum sem þeir segja að komi verulega niður á þeim en einn bóndi lét lífið í mótmælunum í dag. Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí. Indland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira
Bændurnir keyrðu um götur borgarinnar í traktorum, mótorhjólum og jafnvel hestum en margir þeirra yfirgáfu kröfugönguna og lögðu leið sína til miðborgar Nýju Delí þar sem verið var að halda árlega skrúðgöngu hermanna. Úr varð mikil óreiða. Þeir ruddu sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og brutust inn í Rauða virkið svokallaða og hífðu þar fána að húni. Virkið var áður heimili keisara Mughalveldisins og þar dró fyrsti forsætisráðherra Indlands fána landsins að húni árið 1947. Lögregluþjónar skutu táragasi að mótmælendunum til að reyna að tvístra þeim. Einn bóndi dó þegar traktor hans valt. Þá hefur Times of India eftir lögreglu að minnst 83 lögregluþjónar séu særðir eftir átök við bændur. Reuters segir um helming íbúa Indlands, sem eru um 1,3 milljarðar, vinni við landbúnað og að reiði um 150 milljóna landeigenda hafi valdið áhyggjum í ríkisstjórn Narenda Modi, forsætisráðherra. Í viðræðum hefur ríkisstjórnin lagt til að fresta lögunum um 18 mánuði. Bændur, sem segja lögin koma niður á þeim en hygla stórfyrirtæki sem kaupi landbúnaðarvörur, segja það ekki koma til greina og vilja að lögin verði afnumin. Leiðtogar samtaka bænda hafa fordæmt ofbeldið og kallað eftir því að menn haldi friðinn. Hér má sjá hrátt myndefni AP fréttaveitunnar frá óeirðunum. Hér að neðan má sjá frétt BBC með myndefni frá Nýju Delí.
Indland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Sjá meira