„Drakk á tímabili hálfan lítra af rjóma fyrir svefninn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. janúar 2021 14:31 Rafn Markús pælir mjög mikið í heilsunni og svefni. Rafn Franklín Johnson einkaþjálfari og heilsusérfræðingur hefur legið yfir öllu sem snýr að heilsu fólks á undanförnum árum var að gefa út bókina Borðum betur. Rafn er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Í þættinum fer hann yfir ferðalag sitt þegar kemur að heilsu. Hann hóf að æfa lyftingar sem unglingur og át þá allt sem að kjafti kom og hugsaði um lítið annað en að verða sterkari. En á ákveðnum punkti áttaði hann sig á því að hann var á leiðinni í óheilbrigða átt. „Ég var nokkurn vegin andstaðan við það sem ég er í dag. Ég var sófakartafla og fann mig ekki í íþróttum og hef alltaf elskað að borða. Á tímabili samanstóð mataræðið mikið til af pizzum, kók, nammi og rusli. Svo byrjaði ég að stunda lyftingar og það kveikti aðeins á meðvitundinni um að ég gæti haft áhrif á skrokkinn á mér. En ég hélt samt áfram að borða óhollt af því að ég var fyrst og fremst að hugsa um að stækka og verða sterkur og í kraftlyftingageiranum snerist mataræði aðallega um að borða sem mest af öllu.“ Hann segir að því sverari sem hann varð, því betra. „Þetta snerist fyrst og fremst um að troða ofan í sig eins miklu og maður gat og það var beinlínis orðið leiðinlegt að borða. Það lá við að það væri þannig að strax og maður var búinn að borða fór maður að huga að næstu máltíð. Ég drakk á tímabili hálfan lítra af rjóma fyrir svefninn. Ég var sennilega kominn í hálfgert forsykursýkis-ástand án þess að átta mig á því. Það voru viðvörunarbjöllur byrjaðar að kvikna án þess að ég tæki kannski beint eftir því. En smátt og smátt fór ég að fræða mig meira og meira og breyta lífsstílnum.“ Rafn segist stundum hissa á að ekki sé meira rætt um heilsu og styrkingu ónæmiskerfisins þegar kemur að Covid. Það sé ekki þannig að við getum ekkert gert sjálf til þess að styrkja ónæmiskerfið. „Af þeim rannsóknum sem ég hef séð tengt Covid, þá virðist mjög margt benda til þess að þeir sem eru með efnaskiptavandamál eða insúlínviðnám fari miklu verr út úr Covid. Ef þú ert kominn með líkamann í einhvers konar forsykursýkisástand þá virðist það hafa mikla fylgni við að þú farir illa út úr vírusnum. Þetta er bara staðreynd og mér finnst algjörlega galið að þetta hafi fengið svona litla umræðu. Það eru daglegir fundir og auðvitað ætti að bæta þar inn umræðu um heilsu og hvað við getum gert til þess að styrkja ónæmiskerfið okkar og bæta heilsu. Þetta kemur mér reyndar ekki á óvart, því að vestrænt heilbrigðiskerfi er ekki að fókusa á heilsu, heldur að bæla vandamálin þegar þau eru komin.“ Hann segir að það sé er algjört gat í samfélaginu hvað varðar forvarnir og að koma í veg fyrir hlutina áður en skaðinn er skeður. „Fólk er mjög móttækilegt núna og þetta tímabil væri kjörið til þess að keyra upp alla fræðslu varðandi allt sem snýr að heilsu og auknu heilbrigði. Við erum búin að vera með athygli allra landsmanna á þessum fréttamannafundum og í öllu Covid tímabilinu. Við ættum að nota það til að fá fólk til að byrja að bæta svefninn sinn smátt og smátt, laga mataræðið aðeins og auka hreyfingu.“ Rafn hefur kafað ofan í mataræði og matvælaiðnaðinn og segir að þar hafi viðgengist hlutir sem séu ekki í lagi. „Þegar maður fer að tala um þetta við fólk hljómar maður stundum eins og einhver samsæriskenninga-nöttari. En af því sem ég hef séð þegar ég fór að kafa ofan í þetta er augljóst að þessi risafyrirtæki í matvælaiðnaðinum hafa verið með puttana í rannsóknum og fjármagna þær oft á tíðum. Við verðum að vera mjög meðvituð um þetta ef við ætlum að vera heilbrigð. Margt af því sem hefur komið fram í gegnum tíðina hefur beinlínis reynst rangt þegar betur er að gáð. Matvælafyrirtækin nota rannsóknir oft beinlínis sem markaðsetningartól fyrir vörurnar sínar. Við lifum á tímum þar sem er hafsjór af upplýsingum og ég skil vel að þetta geti oft á tíðum virkað mjög flókið fyrir fólki.“ Rafn segir að þegar fólk byrji með látum að taka heilsuna sína í gegn í byrjun janúar geri það yfirleitt þau mistök að ætla að breyta öllu í einu og þannig búi það til vítahring. „Fólk ætlar að gera allt of mikið í einu af því að það er komið á slæman stað og búið að fá nóg af sjálfu sér. Fólki líður eins og hlutirnir verði að gerast núna af því að það er komið með ógeð. Það er mjög eðlilegt, en við ættum strax að skoða hvort við séum að fara fram úr okkur þegar við förum af stað með breytingar. Það eru yfirleitt fyrstu mistökin þegar fólk er að setja sér markmið, að ætla sér um of. Það getur verið mjög gott fyrir fólk að setja sér markmið og taka það svo niður um 50% og byrja þar. Þá er líklegra að maður standi við það og líklegt að mann hreinlega langi að gera meira og fari að hlakka til að bæta við. Setja sér kannski þrjú útkomumarkmið og helminga þau og nota svo þá niðurstöðu til að búa sér til ferlismarkmið sem eru nákvæmari.“ Í þættinum ræða Sölvi og Rafn um lífsstíl, heilsu, hreyfingu, mataræði, skilaboð samfélagsins varðandi alla þessa þætti og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Í þættinum fer hann yfir ferðalag sitt þegar kemur að heilsu. Hann hóf að æfa lyftingar sem unglingur og át þá allt sem að kjafti kom og hugsaði um lítið annað en að verða sterkari. En á ákveðnum punkti áttaði hann sig á því að hann var á leiðinni í óheilbrigða átt. „Ég var nokkurn vegin andstaðan við það sem ég er í dag. Ég var sófakartafla og fann mig ekki í íþróttum og hef alltaf elskað að borða. Á tímabili samanstóð mataræðið mikið til af pizzum, kók, nammi og rusli. Svo byrjaði ég að stunda lyftingar og það kveikti aðeins á meðvitundinni um að ég gæti haft áhrif á skrokkinn á mér. En ég hélt samt áfram að borða óhollt af því að ég var fyrst og fremst að hugsa um að stækka og verða sterkur og í kraftlyftingageiranum snerist mataræði aðallega um að borða sem mest af öllu.“ Hann segir að því sverari sem hann varð, því betra. „Þetta snerist fyrst og fremst um að troða ofan í sig eins miklu og maður gat og það var beinlínis orðið leiðinlegt að borða. Það lá við að það væri þannig að strax og maður var búinn að borða fór maður að huga að næstu máltíð. Ég drakk á tímabili hálfan lítra af rjóma fyrir svefninn. Ég var sennilega kominn í hálfgert forsykursýkis-ástand án þess að átta mig á því. Það voru viðvörunarbjöllur byrjaðar að kvikna án þess að ég tæki kannski beint eftir því. En smátt og smátt fór ég að fræða mig meira og meira og breyta lífsstílnum.“ Rafn segist stundum hissa á að ekki sé meira rætt um heilsu og styrkingu ónæmiskerfisins þegar kemur að Covid. Það sé ekki þannig að við getum ekkert gert sjálf til þess að styrkja ónæmiskerfið. „Af þeim rannsóknum sem ég hef séð tengt Covid, þá virðist mjög margt benda til þess að þeir sem eru með efnaskiptavandamál eða insúlínviðnám fari miklu verr út úr Covid. Ef þú ert kominn með líkamann í einhvers konar forsykursýkisástand þá virðist það hafa mikla fylgni við að þú farir illa út úr vírusnum. Þetta er bara staðreynd og mér finnst algjörlega galið að þetta hafi fengið svona litla umræðu. Það eru daglegir fundir og auðvitað ætti að bæta þar inn umræðu um heilsu og hvað við getum gert til þess að styrkja ónæmiskerfið okkar og bæta heilsu. Þetta kemur mér reyndar ekki á óvart, því að vestrænt heilbrigðiskerfi er ekki að fókusa á heilsu, heldur að bæla vandamálin þegar þau eru komin.“ Hann segir að það sé er algjört gat í samfélaginu hvað varðar forvarnir og að koma í veg fyrir hlutina áður en skaðinn er skeður. „Fólk er mjög móttækilegt núna og þetta tímabil væri kjörið til þess að keyra upp alla fræðslu varðandi allt sem snýr að heilsu og auknu heilbrigði. Við erum búin að vera með athygli allra landsmanna á þessum fréttamannafundum og í öllu Covid tímabilinu. Við ættum að nota það til að fá fólk til að byrja að bæta svefninn sinn smátt og smátt, laga mataræðið aðeins og auka hreyfingu.“ Rafn hefur kafað ofan í mataræði og matvælaiðnaðinn og segir að þar hafi viðgengist hlutir sem séu ekki í lagi. „Þegar maður fer að tala um þetta við fólk hljómar maður stundum eins og einhver samsæriskenninga-nöttari. En af því sem ég hef séð þegar ég fór að kafa ofan í þetta er augljóst að þessi risafyrirtæki í matvælaiðnaðinum hafa verið með puttana í rannsóknum og fjármagna þær oft á tíðum. Við verðum að vera mjög meðvituð um þetta ef við ætlum að vera heilbrigð. Margt af því sem hefur komið fram í gegnum tíðina hefur beinlínis reynst rangt þegar betur er að gáð. Matvælafyrirtækin nota rannsóknir oft beinlínis sem markaðsetningartól fyrir vörurnar sínar. Við lifum á tímum þar sem er hafsjór af upplýsingum og ég skil vel að þetta geti oft á tíðum virkað mjög flókið fyrir fólki.“ Rafn segir að þegar fólk byrji með látum að taka heilsuna sína í gegn í byrjun janúar geri það yfirleitt þau mistök að ætla að breyta öllu í einu og þannig búi það til vítahring. „Fólk ætlar að gera allt of mikið í einu af því að það er komið á slæman stað og búið að fá nóg af sjálfu sér. Fólki líður eins og hlutirnir verði að gerast núna af því að það er komið með ógeð. Það er mjög eðlilegt, en við ættum strax að skoða hvort við séum að fara fram úr okkur þegar við förum af stað með breytingar. Það eru yfirleitt fyrstu mistökin þegar fólk er að setja sér markmið, að ætla sér um of. Það getur verið mjög gott fyrir fólk að setja sér markmið og taka það svo niður um 50% og byrja þar. Þá er líklegra að maður standi við það og líklegt að mann hreinlega langi að gera meira og fari að hlakka til að bæta við. Setja sér kannski þrjú útkomumarkmið og helminga þau og nota svo þá niðurstöðu til að búa sér til ferlismarkmið sem eru nákvæmari.“ Í þættinum ræða Sölvi og Rafn um lífsstíl, heilsu, hreyfingu, mataræði, skilaboð samfélagsins varðandi alla þessa þætti og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira