„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Árni Jóhannsson skrifar 24. janúar 2021 22:25 Jón Arnór Stefánsson í baráttunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. „Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
„Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10