„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Árni Jóhannsson skrifar 24. janúar 2021 22:25 Jón Arnór Stefánsson í baráttunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. „Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
„Það var eins og að við hefðum verið að spila fyrir tveimur dögum. Þeir voru bara með miklu meiri orku en við í öllum þeirra aðgerðum og við áttum í vandræðum með að stoppa þá varnarlega í kvöld. Það var aðallega það,“ sagði Jón Arnór að leik loknum. „Þegar við náðum loksins að skora, sem var mjög erfitt, þá náðum við ekki stoppum hinum megin. Þetta var lítið og lélegt framlag frá of mörgum. Ég var miklu ánægðari með Bilic í leiknum og Kristó var flottur en við hinir vorum langt frá því að vera góðir. Við erum ekki að fara að vinna marga leiki ef frammistaðan er svona.“ Jón minntist á að orkan hafi verið meiri hjá Njarðvíkingum og því var spurt hvort hann sæi einhverja ástæðu fyrir því, til dæmis ferðalög liðsins eða að það sé stutt á milli leikja. „Það getur vel verið það sé það. Við erum eitthvað stirðir og eitthvað ryðgaðir og ekki nógu vel pússaðir saman. Já það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða. Það er eiginlega enginn tími til að pæla eitthvað mikið í því eða stressa sig, ég held ekki, við sýndum það fyrir norðan að við settum saman góða vörn þegar á þarf að halda og fundum það ekki í kvöld.“ Að lokum var Jón Arnór spurður að því hvað hans menn þyrftu að ræða á milli leikja. „Ég hugsa að það sé varnarleikurinn. Við verðum þannig lið sem þarf að ná stoppum til að vinna leiki. Við erum ekki með marga sem geta búið til og hent upp 30 stigum á hverju einasta kvöldi eins og staðan er í dag. Þannig að við þurfum að finna leiðir til að vera sterkir varnarlega og finna leiðir til að setja boltann í körfuna. Við vorum langt frá því að ná því í kvöld,“ sagði Jón Arnór Stefánsson að lokum eftir níu stiga tap Vals gegn Njarðvík í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Leik lokið: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Njarðvík sótti sigur í greipar Valsmanna á Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 85-76 Njarðvík í vil. 24. janúar 2021 22:10