„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. janúar 2021 16:59 Arnar Pétursson og Logi Geirsson grínast hér í Seinni bylgjunni en þeir voru töluvert alvarlegri í HM stofu dagsins á RÚV. Stöð 2 Sport Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur í viðtali við RÚV eftir tapleikinn gegn Frakklandi á dögunum. Þar lét hann sérfræðinga RÚV fá það óþvegið. Var þetta rætt í HM stofu dagsins fyrir leik Íslands og Noregs. „Algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta … þetta eru niðrandi ummæli og hefur farið illa í hópinn og mig,“ sagði Guðmundur til að mynda í eldfimi viðtali eftir leik. Sérfræðingar RÚV eru Logi Geirsson – fyrrum landsliðs- og atvinnumaður í handbolta – og Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Landsliðsþjálfari kvenna að rassskella landsliðsþjálfara karla í beinni. Vel svarað hjá Adda en þetta er ekki þægileg staða fyrir HSÍ.— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 24, 2021 „Mér var brugðið að sjá landsliðsþjálfarann í þessum ham eftir leikinn. Verð að segja eins og er, mér finnst leiðinlegt að koma hérna í aðra HM stofu í röð og þurfa í raun og veru að verja skoðanir og væntingar til liðsins fyrir landsliðsþjálfaranum og þurfa að hlusta á þetta. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni – eins og ég kom inn á í síðasta þætti – við höfum skoðanir á því sem er verið að gera og það er í lagi gagnrýna það,“ sagði Arnar og hélt áfram. „Við höfum þó reynt að vera minnsta kosti kurteisir, við höfum reynt að vera jákvæðir og við höfum eftir hvern einasta leik hrósað því sem vel er gert. Meira að segja það mikið að í sumum tilfellum höfum við verið skammaðir, til að mynda eftir leikina gegn Marokkó og Alsír. Eftir leikinn gegn Sviss vorum við – eins og aðrir – ekki sáttur við spilamennsku liðsins og gagnrýndum spilamennskuna. Held að það hafi verið fyllilega verðskuldað. Ég er hissa á Gumma, ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst það í raun og veru sorglegt. Fyrir handboltann, fyrir allt það jákvæða sem er í gangi – umfjöllun og annað – þá finnst mér þetta vera sorglegt,“ sagði Arnar um viðbrögð Guðmundar landsliðsþjálfara. Handboltasérfræðingar RÚV, Arnar Pétursson ( @Minnaermeira ) og Logi Geirsson, ( @logigeirsson ) svöruðu fyrir ummæli Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, sem gagnrýndi þá félaga harðlega í viðtali eftir tapleikinn gegn Frökkum. #hmruv pic.twitter.com/gmWrdkVaxc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 24, 2021 „Hann mætir náttúrulega strax eftir tapleik í engu jafnvægi og lætur allt gossa. Svo það sé alveg á hreinu þá vita allir heilvita menn að leik íslenska liðsins er ekki stjórnað héðan af okkur úr sjónvarpsal. Það er svo margt sem passar ekki í þessu. Þetta er bara þannig að staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar,“ bætti Logi við að lokum. Ísland mætir Noregi í síðasta leik liðsins á HM í handbolta sem fram fer í Egyptalandi. Hefst leikurinn nú klukkan 17.00.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Viggó meiddur - Þrír markverðir í íslenska hópnum Ísland mætir Noregi kl. 17 í dag í síðasta leik sínum á HM í Egyptalandi. 24. janúar 2021 16:08
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða